Fréttir: 2009

Teitur Íslandsmeistari í 150m skeiði

18.07.2009
Fréttir
Það var landsliðsknapinn Teitur Árnason á Veigari frá Varmalæk sem sigraði 150m skeiðið á Íslandsmótinu. Þeir fór á tímanum 14,97 og er þetta annað árið í röð sem þeir félagar hampa titlinum.

Bjarni sigraði B-úrslit í tölti

18.07.2009
Fréttir
Það var Bjarni Jónasson á Kommu frá Garði sem sigraði B-úrslitin í tölti í morgun. Þau hlutu í aðaleinkunn 8,11.

Siggi Matt og Siggi Sig jafnir efstir

18.07.2009
Fréttir
Það voru þeir Sigurður V Matthíasson á Birtingi frá Selá og Sigurður Sigurðarson á Æsu frá Flekkudal sem sigruðu B-úrslitin í fimmgangi. Þeir voru hnífjafnir með einkunnina 7,21.

Lena sigraði B-úrslit í fjórgangi

18.07.2009
Fréttir
Það var Lena Zielinski á Golu frá Þjórsárbakka sem sigraði B-úrslitin í fjórgangi í morgun. Lena hlaut 7,50 í einkunn.

Sigurður Sigurðarson Íslandsmeistari í gæðingaskeiði

18.07.2009
Fréttir
Keppni í gæðingaskeiði fór fram í kvöld á Íslandsmótinu í hestaíþróttum. Sigurður Sigurðarson á Freyði frá Hafsteinsstöðum bar sigur úr býtum með einkunnina 8,38.

Halldór og Nátthrafn efstir í tölti

18.07.2009
Fréttir
Forkeppnin í tölti á Íslandsmótinu í hestaíþróttum var æsispennandi og eru það Halldór Guðjónsson og Nátthrafn frá Dallandi sem standa efstir með einkunnina 8,43.

Daníel og Tónn efstir í fimmgangi

17.07.2009
Fréttir
Keppni í fimmgangi á Íslandsmóti í hestaíþróttum er nýlokið. Efstur er landsliðknapinn Daníel Jónsson á Tón frá Ólafsbergi með einkunnina 7,43.

Teitur Árnason valinn í landsliðið

17.07.2009
Fréttir
Einar Öder Magnússon landsliðseinvaldur hefur valið þriðja ungmennið í íslenska landsliðið sem fer á Heimsmeistaramótið í Sviss.

Agnar Snorri Íslandsmeistari í 100m skeiði

16.07.2009
Fréttir
Síðasta grein fyrsta dags á Íslandsmótinu í hestaíþróttum var 100m skeið. Agnar Snorri Stefánsson bar sigur úr býtum á Ester frá Hólum á tímanum 7,65 og var þar með fyrsti Íslandsmeistari mótsins krýndur.