Fréttir

Viðar og Tumi á HM

20.06.2011
Fréttir
Þeir félagar Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi hafa tryggt sér sæti í íslenska landsliðinu á HM í Austurríki. Þeir stóðu efstir í tölti með einkunnina 8,37 og því með 8,25 í meðaleinkunn út úr báðum umferðum.

Árni og Aris á HM

20.06.2011
Fréttir
Árni Björn Pálsson og Aris frá Akureyri  hafa tryggt sér þátttökurétt á HM fyrir Íslandshönd með 7,14 í meðaleinkunn út úr báðum umferðum.

Hulda og Kjuði komin með miða á HM

20.06.2011
Fréttir
Hulda Gústafsdóttir og Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu hafa tryggt sér sæti á HM í Austurríki. Þau hlutu einkunnina 7,47 í seinni umferð á Gullmótinu og eru því með meðaleinkunnina 7,49 út úr báðum umferðum.

Glæsileg ræktunarbú á LM

20.06.2011
Fréttir
Sýningar ræktunarbúa skipa ávallt sérstakan sess í dagskrá landsmóta og er brekkan jafnan þétt setin á meðan. Gerð hefur verið sú breyting á dagskrá landsmóts, að ræktunarbússýningarnar hafa verið færðar af fimmtudagskvöldinu yfir á föstudagskvöldið 1. júlí kl. 20:00.

Endanlegir stöðulistar fyrir Landsmót 2011

19.06.2011
Fréttir
Hér má sjá endanlega stöðulista fyrir Landsmót fyrir tölt og skeiðgreinar. Ef einhverjar athugasemdir eru við listana hafið þá endilega samband við skrifstofu LH í s:514-4030 eða lh@isi.is

Lögleg stærð skeifna

16.06.2011
Fréttir
Af gefnu tilefni vill Landssamband hestamannafélaga beina þeim tilmælum til þeirra sem eru nú að huga að járningum hrossa fyrir Landsmót og Íslandsmót að gæta þess að skeifur standist mál samkvæmt lögum og reglum LH.

Niðurstöður úr skeiðgreinum á Sörlastöðum

16.06.2011
Fréttir
Keppni í 100m skeiði fór fram í gærkvöldi á Sörlastöðum. Einnig voru farnir fyrri sprettir í 150m skeið og 250m skeið. Niðurstöður má sjá hér fyrir neðan.

Viðar og Tumi efstir í tölti

16.06.2011
Fréttir
Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi standa efstir í tölt með einkunnina 8,13 annar er John Sigurjónsson á Tóni frá Melkoti með einkunnina og þriðja er Olil Amble á Krafti frá Ketilsstöðum með einkunnina 7,63.

Sigurður Vignir og Birtingur efstir í gæðingaskeiði

16.06.2011
Fréttir
Þeir félagar Sigurður V Matthíasson og Birtingur frá Selá eru efstir í gæðingaskeiði í fyrri umferð úrtökunnar fyrir heimsmeistaramót. Þeir hlutu einkunnina 8,04.