Fréttir: 2009

Aðalfundur FT í dag föstudaginn 11. des. 2009

11.12.2009
Fréttir
Aðalfundur FT fer fram á Kænunni í Hafnarfirði á morgun, föstudaginn 11. desember kl. 17. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Pétur Behrens fjalla um fjörtíu ára sögu félagsins og Helga Thoroddsen mun kynna Knapamerkjakerfið og þá þætti er snúa að reiðkennurum og prófdómurum. Félagið býður fundargestum upp á kvöldverð og allir verða leystir út með gjöf. Rétt til fundarsetu eiga félagar í FT.

Markaðssetning íslenska hestsins erlendis

10.12.2009
Fréttir
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, herra Jón Bjarnason,boðaði í morgun til fréttamannafundar í tilefni af útkomu skýrslunnar Markaðssetning íslenska hestsins erlendis. Skýrslan var unnin af nefnd á vegum ráðuneytisins sem m.a. hafði það verkefni að meta hvernig staðið væri að kynningu íslenska hestsins nú, að velta fyrir sér nýjum hugmyndum og að leita leiða til að bæta árangur af útflutningsstarfinu.

Liðaskipan í Meistaradeild VÍS 2010

10.12.2009
Fréttir
Á aðalfundi Meistaradeildar VÍS í gærkvöldi voru lið vetrarins kynnt. Enn eiga nokkur lið eftir að tilnefna varaknapa en þeir verða kynntir til leiks í næstu viku. Hér að neðan má sjá hvernig liðin verða skipuð í vetur.

Gæðingadómaranámskeið 2010

09.12.2009
Fréttir
Gæðingadómarafélag LH auglýsir upprifjunar - og nýdómaranámskeið.

Umsóknarfrestur að renna út!

09.12.2009
Fréttir
Minnum hestamannafélögin á það að á morgun, fimmtudaginn 10.des., er síðasti umsóknardagurinn að sækja um mótadaga, og þar með skráningu í Mótaskrá LH 2010.

Á annað þúsund hafa sótt viðburði FT í haust

08.12.2009
Fréttir
Félag tamningamanna hefur staðið fyrir fjölbreyttum viðburðum í haust, bæði sýnikennslum og fræðslufundum og hefur aðsókn verið mjög góð. Vel á annað þúsund manns hafa sótt þær uppákomur sem í boði hafa verið og framundan er fleira spennandi á vegum FT.

Minnum á kynningarfundinn um Knapamerkin

07.12.2009
Fréttir
Helga Thoroddsen verður með almenna kynningu á Knapamerkjunum Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (ÍSÍ húsinu við hlið Laugardalshallarinnar) þriðjudaginn 8.des. kl.19.30. Kynningin er ætluð öllum sem hafa áhuga á að afla sér upplýsinga um Knapamerkin, markmið þeirra, hugmyndafræði, kennslu og próf. Reiðkennarar, leiðbeinendur,  nemendur, foreldrar og umsjónaraðilar námskeiða  eru eindregið hvattir til að mæta! Landssamband hestamannafélaga og Félag Tamningamanna

Uppskeruhátíð Fáks á laugardaginn

04.12.2009
Fréttir
Uppskeruhátíð Fáks verður laugardagskvöldið 5. des og að venju eru þeir sem unnið hafa vel fyrir félagið á árinu boðnir á hátíðina sem ákveðinn þakklætisvottur fyrir framlag þeirra til að halda uppi öflugu félagslífi í Fáki.

Nokkrar áhugaverðar fréttir frá FEIF

04.12.2009
Fréttir
WorldCUP2010 fer fram 18.-20.febrúar 2010 í Óðinsvé, Danmörku, í tengslum við árlega FEIF ráðstefnu sem haldin er á sama stað og tíma. WorldCUP 2010 er einkarekið framtak, stutt af FEIF og DI. Þar verður m.a. hægt að sjá suma af bestu knöpum og hestum frá síðasta heimsmeistaramóti, sýningu rúmlega 30 1.verðlauna stóðhesta, þar af munu tveir stóðhestar sýna afkvæmahópa, folaldasýning, fyrirlestur Þorvaldar Árnasonar um BLUP kerfið og fyrirlestur Sigurðar Sæmundssonar.