Fréttir

Stóðhestaveislan í Rangárhöllinni 19.mars

15.03.2011
Fréttir
Senn líður að hinni vinsælu stóðhestaveislu Rangárhallarinnar á Hellu. Verður hún næsta laugardag 19.mars. Fleiri hestar hafa bæst við og verður þetta frábær sýning sem engin má láta fram hjá sér fara.

Fáksfréttir

15.03.2011
Fréttir
Boðið verður upp á námskeið í hestanuddi helgina 26.-27.mars. Kennari verður hin sænska Catrin Annica Engström en hún hefur búið og starfað á Íslandi síðan 1989.

Faraldur smitandi hósta í íslenska hrossastofninum

14.03.2011
Fréttir
Þann 7. apríl 2010 barst Matvælastofnun tilkynning um veik hross á Hólum í Hjaltadal og grun um smitsjúkdóm. Einn hestur var þá með alvarlegan hósta, mikinn graftarkenndan hor og hita, en var á batavegi eftir meðhöndlun.

Úrtaka fyrir Ístöltið Þeir allra sterkustu

14.03.2011
Fréttir
Úrtaka fyrir ístöltið „Þeir allra sterkustu“ verður haldin sunnudaginn 20.mars kl.20:00 í Skautahöllinni í Laugardal.

Myndir frá Ístöltinu

14.03.2011
Fréttir
Ljósmyndarinn geðþekki úr Hafnarfirðinum Dagur Brynjólfsson tók fjöldan allan af myndum á Ístöltinu "Svellkaldar konur".

Úrslit frá glæsilegu Ístölti "Svellkaldar konur"

14.03.2011
Fréttir
Ístöltið „Svellkaldar konur“ fór fram með glæisbrag síðastliðinn laugardag, 12.mars. Hundrað glæsilegar meyjar ásamt gæðingum sínum mættu prúðbúnar á svellið í Skautahöllinni í Laugardal.

Síðara upprifjunarnámskeið HÍDÍ - 19.mars

14.03.2011
Fréttir
Síðara upprifjunarnámskeið HÍDÍ árið 2011 verður haldið 19.mars n.k. í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki kl.10:00-16:00.

2. Landsbankamót vetrarins

14.03.2011
Fréttir
II. Landsbankamót vetrarins verður haldið þann 19. mars, kl.13:00 að Sörlastöðum í Hafnarfirði. Keppt verður í tölti á beinni braut.

Vesturlandssýning í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi

11.03.2011
Fréttir
Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambands Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, föstudaginn 15. apríl 2011 kl. 20:00.