Fréttir: 2011

Hollaröðun kynbótasýningar á Selfossi

06.05.2011
Fréttir
Hollaröð fyrir kynbótasýninguna á Brávöllum á Selfossi er nú komin á vefinn hjá okkur. Dómar fara fram dagana 9. og 10. maí n.k. og hefjast dómstörf kl. 8.00 mánudaginn 9. maí og kl. 9.00 þriðjudaginn 10. maí.

Hrossauppboð á laugardaginn

06.05.2011
Fréttir
Nú liggur fyrir hvaða hross verða í boði á uppboðsmarkaðnum í Votmúla á laugardaginn kemur.

Opið íþróttamót Gusts

05.05.2011
Fréttir
Íþróttamót Gusts sem er opið mót, mun fara fram í Glaðheimum í Kópavogi dagana 13- 15. maí næst komandi. Skráning fer fram dagana 5.-9. maí á vefnum www.gustarar.is undir liðnum skráning.

Reykjavíkurmótið hefst í dag

04.05.2011
Fréttir
Reykjavíkurmótið hefst kl.15:00 í dag á fjórgangi 1.flokks og lýkur svo á fjórgangi meistaraflokks í kvöld kl.20:10. Spennandi mót framundan þar sem margir af okkar flottustu gæðingum mæta!

Kórreið, kökuhlaðborð og félagsfundur

04.05.2011
Fréttir
Það er mikið um að vera hjá Gusturum þessa dagana; kökuhlaðborð, kórreið og félagsfundur. Nánari upplýsingar á http://www.gustarar.is/

HLÖÐUBALL - Einstakt tilboð til hestamannafélaga

04.05.2011
Fréttir
Laugardagskvöldið 7. maí. verður svo sannarlega hátíð í bæ í Kópavoginum og um einstakan viðburð að ræða fyrir alla unnendur góðrar sveitatónlistar.

Kökuhlaðborð kvennadeildar Gusts á sunnudaginn

04.05.2011
Fréttir
Hið rómaða Kökuhlaðborð kvennadeildar Gusts verður haldið sunnudaginn 8. maí kl.14-17 í Félagsheimili Gusts við Álalind. Yngsta kynslóð hestamanna sýnir listir sínar og teymt verður undir börnum.

Ráslistar Reykjavíkurmeistaramóts

03.05.2011
Fréttir
Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram dagana 4.-8.maí á Hvammsvellinum. Gríðarlega mikil skráning er á mótið og eru knapar hvattir til þess að vera tilbúnir á réttum tíma. Athugið nýja og breytta dagskrá mótsins.

FEIF- fréttir

03.05.2011
Fréttir
FEIF sendir reglulega frá sér fréttabréf sem hefur að geyma mikilvægar upplýsingar. Fréttabréfið, á ensku, í heild sinni má sjá með því að smella hér. Fyrir neðan má lauslega þýðingu á fréttabréfinu.