Fréttir: 2011

Kortasjá

07.04.2011
Fréttir
Nýtt í kortasjánni er að krækja (linkur) er beint á reiðleiðir í Dölum og Rangárþingi ytra þ.e. heimasíður Glaðs og Geysis. Í kortasjánni eru Dala- og Rangárvallasýsla skyggðar, ef farið er með bendilinn á þær opnast gluggi, þaðan er greið leið á reiðleiðir sem þar eru.

Lokamót Meistaradeildarinnar

07.04.2011
Fréttir
Í kvöld í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli, fer fram Lokamót Meistaradeildarinnar þar sem keppt verður í slaktaumatölti og skeiði í gegnum höllina. Mótið hefst kl 19:00 á slaktaumatölti og að því loknu verður keppt í skeiði í gegnum höllina.

Kaffisopinn indæll er!

07.04.2011
Fréttir
Kaffihúsið í reiðhöllinni er notalegur viðkomustaður í Víðidalnum. Félagsskapurinn er góður og þar fást léttar veitingar á góðu verði hjá henni Rebekku og svo er alltaf hægt að skjótast og horfa á fréttirnar í sjónvarpshorninu. 

Aðalfundur Fáks 14.apríl

07.04.2011
Fréttir
Aðalfundur Hestamannafélagsins Fáks verður haldinn 14. apríl nk. í félagsheimili Fáks. Fundurinn hefst kl. 20:00 og eru félagsmenn hvattir til að mæta.

Spennandi Stóðhestaveisla framundan í Ölfushöll

07.04.2011
Fréttir
Hin gríðarvinsæla Stóðhestaveisla fer fram í Ölfushöllinni á laugardaginn kemur. Fullt var út úr dyrum á Stóðhestaveislu í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki sl. föstudagskvöld og almenn ánægja með það sem þar bar fyrir augu.

Heimsmeistaramót íslenska hestsins 2011

06.04.2011
Fréttir
Austurríki og íslenski hesturinn í allri sinni dýrð! Heimsmeistaramót íslenska hestsins verður haldið í St.Radegund/Austurríki dagana 1.-7. ágúst 2011.

Brotist inn í hesthús á Selfossi

06.04.2011
Fréttir
Aðfaranótt 5. apríl var brotist inn í hesthús á Selfossi og þaðan teknir 6 hnakkar ásamt miklu magni af beislum, múlum og öðrum fylgihlutum. 

Skráning á Opna Íþróttamót Mána

06.04.2011
Fréttir
Skráning á Opna íþróttamót Mána (WR) verður í kvöld miðvikudag 6 apríl í Mánahöllinni og í síma milli kl 20 og 22. Einnig verður tekið á móti skráningum á netfangið mani@mani.is. Skráningargjald er kr 3.500 á grein.   Keppt verður í öllum hefðbundnum greinum og flokkum ef næg þátttaka næst en annars verða flokkar sameinaðir. Við skráningu þarf að koma fram kennitala knapa, IS númer hests, keppnisgrein, flokkur og upp á hvora hönd er riðið í hringvallagreinunum.  Þeir sem hringja eða senda póst þurfa að láta kortanúmer og gildistíma korts fylgja. Símar til að hringja í á miðvikudagskvöldið eru:   695-0049 866-0054 861-0012 861-2030 848-6973 869-3530

Fundur hesthúsaeigenda í Víðidal

06.04.2011
Fréttir
Fundur hesthúseigenda í Víðidal og Faxabóli í félagsheimili Fáks, nk. fimmtudagskvöld kl. 20:00 (7. apríl).