Fréttir: 2025

Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ

04.01.2025
Í kvöld fór fram hátíðin íþróttamaður ársins og var við það tilefni tilkynnt að Sigurbjörn Bárðarson hefur verið tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Hann er fyrsti hestamaðurinn sem hlýtur þessa miklu viðurkenningu. Sigurbjörn þarf vart að kynna fyrir nokkrum hestamanni en keppnisferill hans er einstakur og er auðvelt að fullyrða að enginn íþróttamaður á Íslandi standist honum samanburð í þeim efnum. Sigurbjörn hlaut titilinn íþróttamaður ársins árið 1993 í kjöri íþróttafréttamanna og er það einn mesti heiður sem íslenskum hestaíþróttamanni hefur hlotnast. Hann var sæmdur heiðursverðlaunum LH 2022.