Fréttir: 2009

Andvarafréttir

23.11.2009
Fréttir
Aðalfundur hestamannafélagsins Andvara var haldinn miðvikudaginn 18. nóvember síðastliðinn. Ásamt hefðbundnum aðalfundarstörfum var farið yfir skipulagsmál Andvara.

Umsóknir um mótadaga og dómara

17.11.2009
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga vill vekja athygli á því að umsóknarfrestur til þess að sækja um mótadaga er til 10.des.nk. Umsóknarfrestur til þess að sækja um íþrótta- og gæðingadómara er til 15.des.nk.

Sýnikennsla Topreiterhöllinni

17.11.2009
Fréttir
Þriðjudaginn 24. nóvember nk. mun  Þórarinn Eymundsson vera með sýnikennslu í  Topreiterhöllinni  á Akureyri  kl. 20. Þórarinn tamningameistari, mun sýna fjölbreytt vinnubrögð við þjálfun og tamningu, en hann er einn þekktasti knapi og reiðkennari landsins og margfaldur Íslands- og Heimsmeistari.

Folaldafjör

17.11.2009
Fréttir
Laugardaginn 21. nóvember n.k verður haldin folaldasýning í Rangárhöllinni á Hellu. Úrval bestu folalda undan gengina sýninga í Rangárvallasýslu etja þar kappi um glæsilega vinninga.

Kynningarfundur um Knapamerkin

16.11.2009
Fréttir
Helga Thoroddsen verður með almenna kynningu á Knapamerkjunum í Félagsheimili Hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi fimmtudaginn 19. nóvember kl.20.00.

Landsmót 2010 byrjar degi fyrr

13.11.2009
Fréttir
Töluverð umræða hefur verið um að dagskrá Landsmóts undanfarin ár hafi verið of þéttskipuð.  Á opnum fundi um Landsmót sem haldinn var í október 2008, stuttu eftir að síðasta Landsmóti lauk, voru fundarmenn almennt sammála að létta þyrfti á dagskránni og gera þyrfti ráð fyrir fleiri hléum og þá sérstaklega með helgardagskránna í huga. 

Landsmótsumræður á Formannafundi

13.11.2009
Fréttir
Á Formannafundinum, sem haldin var þann 6. nóv. síðastliðinn, var mikið rætt um komandi Landsmót. Birgir Leó Ólafsson, formaður mannvirkjanefndar kynnti skýrslu nefndarinnar og greindi  frá úttektum á hugsanlegum Landsmótssvæðum.  Þær umsóknir sem til meðferðar eru fyrir Landsmót 2012 eru Fákur (Víðdalur) og Gaddstaðaflatir við Hellu og Landsmótsárið 2014 sækja fulltrúar Akureyrar, Gaddstaðaflata, Melgerðismela og Vindheimamela um.

Fáksfréttir - Uppskeruhátíð 5.des.

12.11.2009
Fréttir
Ákveðið hefur verið að hafa uppskeruhátíðina þann 5. Desember (frestast um hálfan mánuð miðað við það sem fyrirhugað var). Allir sjálfboðaliðar og þeir sem starfa í nefndum á vegum félagsins er boðið. Þeir sem fá ekki boðskort fyrir mánaðarmótin eru beðnir að senda okkur póst á fakur@simnet.is  eða hringja í síma 898-8445.

Útsölulok í Líflandi!

12.11.2009
Fréttir
Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér útivistarfatnað á frábærum verðum á rýmingarsölu Líflands sem lýkur næstkomandi laugardag. Við bætum reglulega vörum á útsöluna svo að af nógu er að taka. Öll okkar flottustu vörumerki, Sonnenreiter, Georg Schumacher, Tattini og Mountain Horse.