Fréttir: 2022

Nýr starfsmaður á skrifstofu LH

02.08.2022
Fréttir
Hinrik Þór Sigurðsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri afreks- og mótamála á skrifstofu LH. Hinrik mun stýra greiningarvinnu er varðar skipulag mótahalds og keppni í hestaíþróttum og skipulagningu afreksmála LH.

Frestur til að skila breytingartillögum á keppnisreglum er 4. ágúst.

28.07.2022
Fréttir
Vakin er athygli á því að samkvæmt lögum LH, gr. 1.2.2, skulu breytingartillögur á keppnisreglum sendar til skrifstofu LH þremur mánuðum fyrir þing, eða 4. ágúst nk. Senda skal tillögurngar á netfangið lh@lhhestar.is.

Farandverðlaun á Íslandsmóti barna og unglinga

28.07.2022
Fréttir
Nýir farandbikarar verða afhentir á Íslandsmótinu barna og unglinga 2022 sem fer fram í Borgarnesi dagana 3.-6. ágúst. Verðlaunin eru gefin af nokkrum aðildarfélögum LH. Ætlunin er að bikararnir verði veittir tólf sinnum og gefandi fái svo bikarinn til varðveislu eftir það. Þakkar stjórn LH gefendum kærlega fyrir þeirra framlag.

Landslið Íslands á Norðurlandamóti 2022

26.07.2022
Fréttir
Landsliðsþjálfarar Íslands í hestaíþróttum hafa valið landslið Íslands sem keppir á Norðurlandamóti 2022. Mótið fer fram í Álandseyjum dagana 9. til 14. ágúst.

Byrjað að hafa samband við næstu knapa á stöðulista

16.07.2022
Fréttir
Byrjað er að senda á þá sem næstir eru á listunum og þarf að skrá sem fyrst.

Skráningarfrestur á Íslandsmót lengdur til miðnættis í kvöld

16.07.2022
Fréttir
Þeir sem eru efstir á stöðulista eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Uppfærðir stöðulistar fyrir Íslandsmót

14.07.2022
Fréttir
Í fullorðinsflokki eiga 30 pör rétt á þátttöku og 20 pör í ungmennaflokki í hringvallagreinum, í gæðingaskeiði 30 pör í fullorðinsflokki og 15 í ungmennaflokki og í skeiðkappreiðum 20 pör í fullorðinsflokki og 6 í ungmennaflokki.

Þátttökuréttur á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna

11.07.2022
Fréttir
Stöðulistar að lokinni forkeppni í íþróttagreinum og skeiðgreinum á landsmóti liggja fyrir og eru aðgengilegir á vef LH, þar er einnig listi yfir pör sem eru næst inn á stöðulista og biðjum við þá knapa að vera tilbúnir að bregðast við ef sæti losnar.

Dagskrá á Landmóti frestað til kl. 16

07.07.2022
Fréttir
Vegna veðurs er sýningum og keppni frestað til kl. 16 fimmtudaginn 7. júlí.