Fréttir: Nóvember 2024

Leiðin að gullinu - Menntahelgi

11.11.2024
Helgin 30. nóvember - 1. des 2024 verður sannkölluð menntahelgi í reiðhöllinni í Víðidal. Á laugardeginum munu A-landsliðknaparnir okkar vera með kennslusýningar og á sunnudeginum verða tvær stórglæsilegar sýningar þar sem annarsvegar munu koma fram knapar í U21 landsliðinu og hinsvegar knapar í hæfileikamótun LH.

Netkosning LH Félagi ársins

11.11.2024
LH – félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar. Stjórn LH óskaði eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu og er það nú í höndum félagsmanna að kjósa hver verður valinn sem félagi ársins.  Félagi ársins er einstaklingur sem:

Þáttakendur í Hæfileikamótun LH 2024

07.11.2024
Hæfileikamótun LH hefur nú verið starfrækt í á 5 ár og er hluti af þrískiptri afreksstefnu LH (A-landslið, U21, Hæfieikamótun). Tilgangurinn er að efla uppbyggingu afreksstarfs hestaíþrótta og efla færni efnilegra knapa í unglingaflokki (14-17 ára) sem stefna á að ná árangri í hestaíþróttum. Yfirþjálfari hæfileikamótunar er Sigvaldi Lárus Guðmundsson. Í Hæfileikamótun er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests. Að auki er unnið með hugræna þætti svo sem markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar sem nýtast þeim í að byggja sig upp sem íþróttamenn. Er þetta fyrsta skref og undirbúningur fyrir mögulega keppni með U-21 árs landsliðinu.

Óskað er eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2024

05.11.2024
Menntanefnd LH óskar eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2024.

Vilt þú starfa í nefndum LH?

01.11.2024
Að loknu hverju landsþingi skipar stjórn Landssambands hestamannafélaga í nefndir sambandsins til tveggja ára. Nefndarstörf eru undirstaðan í öllu starfi LH og mikilvægt að fá öfluga sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum.