Fréttir: Desember 2012

ASSA samstöðumót Andvara og Gusts

23.02.2012
Fréttir
Föstudaginn 2 mars verður haldið samstöðu- og skemmtimót í reiðhöll Andvara. Keppt verður í úrslitum í fjórgangi, fimmgangi og tölti. Gustur þarf að senda 2 keppendur í hverri grein.

Tölt í Meistaradeild í kvöld

23.02.2012
Fréttir
Þá er orðið ljóst hvaða hestum knapar tefla fram annað kvöld klukkan 19:30 þegar keppt verður í tölti í Meistaradeild í hestaíþróttum. Að venju fer keppnin fram í Ölfushöllinni, Ingólfshvoli.

Frábær ráðstefna

23.02.2012
Fréttir
Laugardaginn 11. febrúar 2012 var haldin ráðstefna í Mosfellsbæ í samvinnu ÍF og Hestamannafélagsins Harðar undir yfirheitinu, Íslenski hesturinn og fólk með fötlun.   

Ís-landsmót Svínavatni - skráning

23.02.2012
Fréttir
Ís-landsmótið verður haldið á Svínavatni þann 3. mars næstkomandi. Skráningar berist á netfangið thytur1@gmail.com í síðasta lagi þriðjudaginn 28. febrúar.

Úrslit frá vetrarleikum Fáks

21.02.2012
Fréttir
Geysigóð þátttaka var á fyrstu vetrarleikum Fáks sem fram fóru á laugardaginn en vel á annað hundrað keppendur öttu kappi í blíðskapar vetrarveðri.

Aðalfundur Gusts

21.02.2012
Fréttir
Aðalfundur hestamannafélagsins Gusts fyrir árið 2011 verður haldinn í veislusal félagsins, miðvikudaginn 29. febrúar nk. kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Glamúr á Kvennakvöldi Fáks

21.02.2012
Fréttir
Páll Óskar og Sigríður Klingenberg á Kvennakvöldi Fáks - Gordjöss, glamúr og gleði verða við völd á Kvennakvöldi Fáks laugardaginn 3. mars n.k.

Iceland Express til liðs við LH og LM

21.02.2012
Fréttir
Iceland Express, Landssamband hestamannafélaga (LH) og Landsmót hestamanna (LM) hafa skrifað  undir samstarfssamning og stuðning Iceland Express við LH og LM næstu tvö árin.

Forsala aðgöngumiða hafin

21.02.2012
Fréttir
Á fimmtudaginn klukkan 19:30 verður keppt í tölti í Meistaradeild í hestaíþróttum. Forsala aðgöngumiða er hafin í verslunum Top Reiter og Líflandi og verða miðar komnir seinna í dag í Baldvin og Þorvald á Selfossi.