Fréttir: Desember 2010

Ráslistar fyrir úrtöku Ístölts

25.03.2010
Fréttir
Hér má sjá ráslista fyrir úrtöku Ístölts "Þeirra allra sterkustu" sem haldin verður í Skautahöllinni í Reykjavík föstudaginn 26.mars. Úrtaka hefst kl.20:00. Þrír í hverju holli, riðið er eftir þul.

Unga fólkið hvatt til að þátttöku í verðlaunaafhendingu á Landsmóti í sumar

24.03.2010
Fréttir
Landsmót hestamanna sem haldið verður í Skagafirði dagana 27.  júní - 4. júlí hefur óskað eftir samstarfi við æskulýðsnefndir hestamannafélaga landsins í þeim tilgangi að virkja ungmenni og unglinga við verðlaunaafhendingu á mótinu.

Fjölbreytt úrval í mat og drykk á Landsmóti

24.03.2010
Fréttir
Það er ávallt nóg umleikis í skipulagningu Landsmóts síðustu mánuðina enda aðeins rétt um þrír mánuðir þangað til veislan hefst.  Að undanförnu hafa starfsmenn verið að ganga frá samningum er lúta að hinum ýmsu verkþáttum.  Í vikunni var gengið frá veigamiklum samningum varðandi veitingamálin og óhætt að fullyrða að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi í mat og drykk á Vindheimamelum í sumar.

Ráslistar í fimmgangi - nýr knapi í deildinni

24.03.2010
Fréttir
Á morgun verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild VÍS í Ölfushöllinni. Keppnin hefst klukkan 19:30. Forsala aðgöngumiða er hafin í verslunum Top Reiter, Líflands og Baldvini og Þorvaldi. Verð á aðgöngumiðanum er 1.500 krónur og 500 krónur fyrir 12 ára og yngri.

Síðasti skráningadagur fyrir úrtöku

24.03.2010
Fréttir
Minnum á að í dag er síðasti skráningadagur fyrir úrtöku Ístöltsins "Þeirra allra sterkustu". Efstu hestum úrtökunnar verður boðið á Ístöltið. Skráning fer fram á www.gustarar.is og stendur til miðnættis. Úrtakan fer fram föstudaginn 26.mars í Skautahöllinni í Laugardal og hefst kl.20:00.  

Leiðbeiningar til búfjáreigenda vegna eldgoss í Eyjafjallajökli

23.03.2010
Fréttir
Búfjáreigendum á áhrifasvæði eldgosins er bent á að fylgjast grannt með mögulegu öskufalli, t.d. með því að leggja út hvítan disk. Verði vart við öskufall er mikilvægt að hýsa það búfé sem er við opin hús eða á útigangi, sé það mögulegt.

KEA-mótaröðin - T2 og skeið

23.03.2010
Fréttir
Þá er komið að fjórða og síðasta kvöldinu í KEA mótaröðinni. Mótaröðin hefur gengið frábærlega vel og gaman hefur verið að fylgjast með þessari keppni.

Stóðhestaveisla 2010

23.03.2010
Fréttir

Forsala hafin á STÓÐHESTAVEISLU 2010

23.03.2010
Fréttir
Forsala aðgöngumiða á STÓÐHESTAVEISLU 2010 hófst í morgun, en sýningin fer fram í Rangárhöllinni á Hellu laugardaginn 3. apríl nk. kl. 14. Forsalan fer fram í Ástund í Reykjavík, Baldvin og Þorvaldi á Selfossi og verslun Fóðurblöndunnar á Hvolsvelli.