Fréttir: Desember 2009

Meistaradeild VÍS - Forsala aðgöngumiða og dagskrá

28.04.2009
Fréttir
Forsalan fer fram í hestavöruverslununum Baldvini og Þorvaldi á Selfossi, Líflandi í Reykjavík og Top Reiter í Reykjavík. Húsið tekur um 550 manns, en vegna ársmiða verða einungis 350 miðar seldir. Því er um að gera að tryggja sér aðgöngumiða í tíma því gera má ráð fyrir að það verði uppselt á þetta mót eins og var með fjórgangs- og fimmgangsmótin. Verð á aðgöngumiðanum er 1.500 krónur fyrir 13 ára og eldri og 500 krónur fyrir 12 ára og yngri.

Gerir meiri kröfur til reiðmennskunnar

28.04.2009
Fréttir
„Markmiðið með þessari útfærslu á töltkeppninni er að gera meiri kröfur til reiðmannsins. Eins og keppnin er riðin í dag, þá liggur mér við að segja að þú getir keypt hest í gær, unnið keppni á honum í dag, og síðan eyðilagt hann á morgun,“ segir Reynir Aðalsteinsson, reiðkennari á Hvanneyri.

Stórsýning Fáks 2009

28.04.2009
Fréttir
Nú styttist í Stórsýningu hestamanna í Víðidal. Þessi eftirsótta sýning verður haldin 2. maí næstkomandi í reiðhöllinni í Víðidal. Hestakostur sýningarinnar er hreint frábær, svo dæmi séu nefnd þá mætir Þristur frá Feti hinn eini sanni með afkvæmum, afkvæmi Pyttlu frá Flekkudal munu dansa um gólfið, Mette Mannseth mætir með atriði sem aldrei hefur sést hér áður og Halldór Guðjónsson og Nátthrafn frá Dallandi sá mikli gæðingur, munu sýna listir sínar eins og þeim einum er lagið.

Fimm nýir alþjóðlegir kynbótadómarar

28.04.2009
Fréttir
Fimm náðu prófi á alþjóðlegu FEIF-réttinda námskeiði fyrir kynbótadómara sem haldið var á Hólaskóla fyrir skömmu. Tíu tóku þátt í námskeiðinu, þar af fjórir íslenskir ríkisborgarar. Allir íslensku nemendurnir stóðust prófið og einn frá Danmörku.

Úrslit úr Firmakeppni Gusts

28.04.2009
Fréttir
Firmakeppni Gusts fór fram á reiðvellinum í Glaðheimum um helgina. Firmakeppnin er einn af stærstu viðburðum ársins í félaginu og er þátttaka ávallt mjög góð og mikill metnaður lagður í keppnina. Keppt er um veglega farandgripi, auk þess sem glæsilegasta parið er útnefnt af dómurum. Dagurinn hefst á fánareið og svo er tekið til við keppni í öllum flokkum. Að venju tók fjöldi fólks þátt og hestakostur gríðargóður í spennandi keppni.

Ert þú í hrossarækt? Vilt þú styrkja landslið Íslands í hestaíþróttum?

28.04.2009
Fréttir
Ef þú ætlar að leiða hryssu(r) í sumar og vilt líka styrkja landslið Íslands í hestaíþróttum, þá er getur þú slegið tvær flugur í einu höggi. Allmargir eigendur stóðhesta styðja landslið Íslands í verki og hafa gefið folatolla undir hesta sína. Þar á meðal eru margir af eftirsóttustu stóðhestum landsins. Eiga þeir sérstakar þakkir skyldar.

Frumtamningakeppni vekur athygli

27.04.2009
Fréttir
Aðsókn á hestahátíðina “Tekið til kostanna á Sauðárkróki” var heldur minni en oftast áður. Á það sér ýmsar skýringar og eiga Alþingiskosningarnar án efa stærstan þátt í því. Sýningin gekk þó í heildina vel fyrir sig og kvöldsýningarnar voru stórskemmtilegar að vanda. Það sem vakti þó einna mesta lukku voru sýningar Hólamanna. Bæði keppni í frumtamningum, sem var frumraun, og kennslusýningar skólans.

Landsbankamótaröð Sörla - Úrslit

27.04.2009
Fréttir
Landsbankamótaröð Sörla lauk um helgina með stórglæsilegu þrígangsmóti. Mikil skráning var á mótinu og var því mikið um frábærar sýningar í blíðskapar veðri. Mótanefnd Sörla vill þakka Landsbankanum fyrir veittan stuðning sem og öllum þeim félagsmönnum sem lögðu hönd á plóginn og að sjálfsögðu öllum keppendum og dómurum.

Úrslit opna íþróttamóts Mána og TM

27.04.2009
Fréttir
Mótið fór vel fram í alla staði og veður var frábært. Góð mæting var á mótið og gaman að sjá svona marga áhorfendur. Hestakostur var virkilega góður og keppendur allir til fyrirmyndar. Dómarar á mótinu voru: Einar Örn Grant, Hörður Hákonarson, Skúli Steinsson, Ann Winter og Bent-Rune Skulevold.