Fréttir: Desember 2009

KS deildin - Meistaradeild Norðurlands

02.03.2009
Fréttir
Þá er komið að öðru keppniskvöldi KS deildarinnar Á miðvikudagskvöldið verður keppt í tölti og hefst keppnin kl. 20.00 Margir sterkir hestar eru skráðir til leiks og ljóst að keppnin verður hörð.

Svellkaldar í ljósmyndasafni

02.03.2009
Fréttir
Ljósmyndasöfn frá Svellköldum konum 2009 er komið á vefinn. Smellið á “Ljósmyndir” hér til vinstri og þá getið þið skoðað myndir frá þessu skemmtilega hestamóti. Góða skemmtun.

Stórstjörnur á ÍS-Landsmóti á Svínavatni 7. mars

02.03.2009
Fréttir
Nú styttist óðum í stærsta ísmót ársins þar sem margir af bestu knöpum og hestum landsins mæta, Hans Kjerúlf mun mæta með Sigur frá Hólabaki sem sigraði Bautamótið nú á dögunum, Jakob Sigurðsson mætir með Kaspar frá Kommu en hann sigraði B flokkinn í fyrra á Svínavatni.Tryggvi Björnsson mætir með Akk frá Brautarholti sem varð í 3. sæti  B-fl. á LM 2008.

Svellkaldar í Sjónvarpinu

02.03.2009
Fréttir
Það hefur reynst þrautin þyngri í gegnum tíðina að fá hestamennskuna samþykkta sem íþrótt í Sjónvarpi allra landsmanna, hvað þá hjá öðrum sjónvarpsstöðvum. Það er því kærkominn áfangasigur í hvert sinn sem það tekst.

Lena og Eining kaldastar á svellinu

02.03.2009
Fréttir
Konur er svellkaldar ef því er að skipta. Og ekkert síður en karlar. Það sýndu þær á hinu árlega ísmóti “Svellkaldar konur” sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal á laugardaginn var. Lena Zielinski á Einingu frá Lækjarbakka sigraði í opnum flokki og þær stöllur voru útnefndar glæsilegasta par mótsins af dómurum.

Arnar Bjarki og Rakel Natalie jöfn á toppnum

02.03.2009
Fréttir
Meistaradeild UMFÍ var hleypt af stokkunum á laugardaginn var. Fimmtán keppendur skráðu sig í deildina, sem er töluvert færra en búist var við. Á meðal keppenda eru kunnir knapar úr röðum æskufólks. Arnar Bjarki Sigurðsson og Rakel Natalie Kristinsdóttir eru efst og jöfn að stigum eftir fyrstu umferð. Rakel sigraði í tveimur greinum, fjórgangi og tölti, en Arnar varð efstur í fimmgangi og í öðru sæti í tölti.

Ungmenni í Rangárhöllinni í dag

28.02.2009
Fréttir
Keppni í Meistaradeild UMFÍ hefst í Rangárhöllinni í dag kl. 10.00. Aðgangur er ókeypis fyrir þá sem vilja koma og sjá efnilegustu knapa ungu kynslóðarinnar sína snilldartakta.  Keppnin stendur fram eftir degi og eru allir velkomnir.  Dagurinn byrjar á fjórgangi, þá verður keppt í fimmgangi og loks í tölti.

Til mikils að vinna á Svellköldum!

27.02.2009
Fréttir
Þær konur sem ríða munu til úrslita á Svellköldum konum á morgun munu aldeilis ekki fara tómhentar heim. Fjöldi fyrirtækja hefur gefið fjölbreytt aukaverðlaun, allt frá snyrtivörum upp í dekkjaskipti. Einnig mun glæsilegasta par mótsins verða valið af dómurum og eru verðlaunin þar ekki af verri endanum, en sú kona mun fá sérsaumaðan reiðjakka frá Maríu Lovísu fatahönnuði og Mountain Horse reiðskó frá Líflandi.

Svellkaldar - dagskrá og uppfærðir ráslistar

26.02.2009
Fréttir
Mikil stemming er fyrir ístöltsmótinu Svellkaldar konur sem fram fer á laugardaginn kemur, 28. feb. Flottar konur og feikna góður hestakostur einkenna mótið og verður hart barist í öllum flokkum. Hér að neðan má sjá dagskrá mótsins og uppfærða ráslista.