Fréttir: Febrúar 2011

Úrslit í Uppsveitadeild æskunnar í smala

14.02.2011
Fréttir
Fyrsta mótið í Uppsveitadeild æskunnar fór fram í reiðhöllinni á Flúðum laugardaginn 12. febrúar. Krakkarnir og unglingarnir kepptu í smala og stóðu sig rosalega vel.

Frá Kynbóta- og Fræðslunefnd Sörla

14.02.2011
Fréttir
Ágúst Sigurðsson hrossaræktandi í Kirkjubæ og fyrrverandi landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í hrossarækt heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni „Ræktun í Kirkjubæ“ á fræðslukvöldi Sörla, Sörlastöðum miðvikudaginn 16. febrúar kl. 20:00.

Sörli leiðir eftir fyrsta Bikarmót hestamannafélaganna

14.02.2011
Fréttir
Stigin eftir þríganginn standa svona: Sörli  25 stig Hörður 19 stig Máni 13 stig Fákur 11 stig Andvari 4 stig Gustur 3 stig

Meistaradeild UMFÍ og LH frestað

11.02.2011
Fréttir
Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur sú ákvörðun verið tekin að fresta fyrsta móti Meistaradeildar UMFÍ og LH sem vera átti í Reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 12.febrúar. Verður mótið því haldið föstudaginn 18.febrúar n.k. í staðinn og keppt í fjórgangi og T2 eins og til stóð.

Uppsveitadeild æskunnar

11.02.2011
Fréttir
Uppsveitadeild æskunnar verður haldin núna í fyrsta skipti í reiðhöllinni að Flúðum.

Uppsveitadeildin að hefjast

11.02.2011
Fréttir
Fyrsta mót Uppsveitadeildarinnar verður  föstudagskvöldið 11. mars kl:20:00 í Reiðhöllinni á Flúðum. Keppt verður í smala og eru sjö lið skráð til leiks.

Gæðingadómarar

11.02.2011
Fréttir
Upprifjunarnámskeið GDLH verður haldið laugardaginn 12.mars í Háskólabíó kl 9:30 – 14:30    

Hópur öflugra "Svellkaldra kvenna"

11.02.2011
Fréttir
Undirbúningur fyrir ístöltið „Svellkaldar konur“ er nú kominn á fullt en mótið verður haldið þann 12.mars í Skautahöllinni í Reykjavík.  Að mörgu er að hyggja og að undirbúningnum starfar hópur öflugra kvenna í sjálfboðavinnu.

Bikarkeppni hestamannafélaganna í kvöld

11.02.2011
Fréttir
Bikarkeppni hestamannafélaganna hefst í kvöld, föstudaginn 11.febrúar kl.20 og fer fram í reiðhöllinni í Mosfellsbæ. Keppt verður í þrígangi, annarsvegar: tölt, brokk og stökk og hinsvegar: tölt, brokk og skeið.