Fréttir: Febrúar 2009

HESTAMENN ATHUGIÐ !

06.02.2009
Fréttir
Opinn fundur með æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna   Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga er á leið í fundaherferð um landið á næstu vikum í febrúar og mars.

Reiðmenn slasast í Andvara

06.02.2009
Fréttir
Alvarlegt slys varð á svæði Andvara þegar tveir hestar fældust á bráðabirgða reiðstíg sem liggur rétt við blokk sem verið er að byggja í svokölluðum Tröllakór. Rusli var hent niður af svölum byggingarinnar, hestarnir fældust og báðir mennirnar slösuðust.

Eyjó vinnur Smalann

05.02.2009
Fréttir
Fyrsta mót Meistaradeildar VÍS fór fram fimmtudagskvöldið 5. febrúar. Keppt var í Smala, sem er eins og nafnið ber með sér í ætt við forna íslenska reiðmennsku. Hestur og knapi þurfa að sýna liðleika, snerpu og hraða.

Opna Bautamótið í tölti

05.02.2009
Fréttir
Opna Bautamótið í tölti verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 21. febrúar. Sjá nánar auglýsingu.

Gáma- þjónustan styður landgræðslu

05.02.2009
Fréttir
Gámaþjónustan í Hafnarfirði býður nú hestamönnum í Sörla að taka við taði frá þeim á svæði fyrirtækisins við Berghellu í Hafnarafirði. Þetta er umtalsverður sparnaður fyrir Sörlafélaga, sem hafa sjálfir þurft að bera kostnað af að aka taðinu í Krísuvík eða Áfsnes.

Innan við átta mínútur í vökinni

05.02.2009
Fréttir
Flest hrossin sem fóru niður um ís á Tjörninni í Reykjavík voru aðeins þrjár til fimm mínutur í vökinni. Ekki tuttugu mínútur til hálftíma eins og sagt var í fréttum. Hrossið sem var síðast upp úr var átta mínútur í vatninu.

Meistaradeild VÍS - Smali Ráslistar

04.02.2009
Fréttir
Á morgun, fimmtudag, fer fram fyrsta mótið í Meistaradeild VÍS 2009. Fyrsta grein mótsins er Smali og hefst keppni klukkan 19:30 í Ölfushöllinni. Enn er hægt að tryggja sér ársmiða í Líflandi, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi. Verðið á ársmiða er kr 5.000,-  en aðgangseyrir á hvert mót er kr 1.500,-

Reiðhöll er málið

04.02.2009
Fréttir
Greinilegt er að ný reiðhöll Léttismanna á Akureyri hefur gjörbreytt hestamennskunni á svæðinu. Alla vega hvað vetrarstarfið varðar. Fjölbreytt námskeið eru nú í boði og hver sýningin innanhúss rekur aðra.

Kynbótadómar á Kjóavöllum

04.02.2009
Fréttir
Árlegir kynbótadómar og folaldasýning verður haldin í Andvara laugardaginn 7. febrúar. Kristinn Hugason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, mun að venju dæma hrossin og gefa leiðbeiningar.