Fréttir: Apríl 2025

Glæsileg heiðursathöfn

03.04.2025
Í tilefni af því að Sigurbjörn Bárðarson var tekin inn í heiðurshöll ÍSÍ var síðastliðinn laugardag, haldin glæsileg athöfn í Reiðhöllinni í Víðidal. Þar veitti Linda Björk Gunnlaugsdóttir formaður LH Sigurbirni glæsilegan heiðursgrip frá LH sem hannaður var af Inga í Sign sem virðingarvottur fyrir ómenntanlegt framlag hans til hestaíþrótta.

Allra sterkustu - takið kvöldið frá!

02.04.2025
Mikilvægasti fjáröflunarviðburður landsliðsins, Allra sterkustu fer fram laugardaginn 19. apríl næstkomandi. Ekki missa af frábæru kvöldi með okkar allra sterkustu knöpum í frábærri stemningu í Samskipahöllinni. Dagskráin verður feyki skemmtileg en meðal annars munu landsliðsknapar keppa til úrslita í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Þjóðþekktir knapar keppa í mjólkurtölti, stóðhestar og hryssur verða sýndar og U21 verður með glæsilegt sýningaratriði.