Fréttir: Ágúst 2023

Íslenska landsliðinu boðið á Bessastaði

31.08.2023
Fréttir
Íslenska landsliðinu og starfsliði var í gær boðið til móttöku á Bessastöðum, þar sem forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson tók móti hópnum og hrósaði liðinu fyrir framúrskarandi árangur á nýloknu heimsmeistaramóti í Hollandi.

Þvílíkur loka dagur!

13.08.2023
Fréttir
Það má sko með sanni segja að loftið hafi verið rafmagnað hér í Orischot í morgun þegar úrslit í T2 fóru fram þar áttum við ekki fulltrúa, en Íslendingarnir í stúkunni fönguðu þó ákaft þegar Máni Hilmarsson sem keppir fyrir hönd Svíþjóðar á hestinum Gljátoppi frá Miðhrauni sigraði með 8,75 í einkunn. Heimsmeistari ungmenna varð Lena Becker á Bikar frá Ytra-Vallholti með 7,46 í einkunn. Að loknum úrslitum í T2 var komið að ungmennaflokki í fjórgangi. Þar áttum við frábæra fulltrúa Jón Ársæl og Frá. Þeir voru með yfirburðasýningu og hlutu 7,50 í einkunn og hömpuðu þar með sýnum öðrum heimsmeistaratitli!

Heimsmeistarar í fimmgangi ungmenna

12.08.2023
Fréttir
og samanlögðum fimmgangsgreinum ungmenna. Dagurinn í dag hófst á B úrslitum í tölti en þar áttu við enga fulltrúa. Þau sem unnu B úrslitin voru þau: Kristján Magnússon sem keppir fyrir Svíþjóð á hestinum Óskar från Lindeberg, hlutu þeir í einkunn 7.61 og mæta því til A úrslita á morgun. Í T2 voru það Helen Klaas og Kolgrímur vom Neddernhof sem unnu B úrslitin með 7.38 í einkunn. Amanda Frandsen frá Danmörku Tinna frá Litlalandi sigruðu svo B úrslit ungmenna í T1 með einkunnina 6.72.

Viðtal við Sigga Mar

12.08.2023
Fréttir
Siggi Mar settist niður með okkur og ræddi útlitið fyrir lokadaginn á HM. Endilega kíkið á þetta.

Heimsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum

11.08.2023
Fréttir
Hreint út sagt frábær dagur að kvöldi kominn hér í Orischot. Dagurinn var tileinkaður tölti og byrjaði á T2. Þar voru hlutskarpastir Máni Hilmarsson og Gljátoppur frá Miðhrauni. Máni keppir fyrir hönd Svíþjóðar þar sem hann býr. Sýningin hjá þeim var glæsileg og hlutu þeir 8,70. Hæsta einkunn í ungmennaflokki kom í hlut Lenu Becker frá Þýskalandi sem fékk 7,60. Benedikt og Leira-Björk áttu á köflum ágæta sýningu en enduðu neðst ungmenna að þessu sinni með 4,23. Þrátt fyrir það leiðir hann keppnina um heimsmeistaratitill ungmenna í samanlögðum fimmgangs greinum, þar sem fátt getur komið í veg fyrir að hann happi titlinum að loknum 100m skeið sprettinum á morgun.

Elvar og Fjalladís tvöfaldir heimsmeistarar!

10.08.2023
Fréttir
Nú er þriðja degi heimsmeistaramótsins lokið og það má með sanni segja að Íslenski hópurinn hefur staðið sig gífurlega vel og raðað inn verðlaunum. Í kvöld fóru fram seinni tveir sprettirnir í 250m skeiði. Elvar og Fjalladís áttu fyrir kvöldið besta tíman 22,17 sek

Viðtal við Sigga Ævars

10.08.2023
Fréttir
Við settumst niður með Sigga Ævars í upphafi HM og fórum aðeins yfir mótið. Skemmtilegt spjall. Endilega kíkið á þetta.

Stórglæsilegri forkeppni í fjórgangi er nú lokið

10.08.2023
Fréttir
Stórglæsilegri forkeppni í fjórgangi er nú lokið. Ísland átt þrjá fulltrúa. Tvo í fullorðinsflokk þau Jóhönnu Margréti og Bárð frá Melabergi og Viðar Ingólfsson og Þór frá Stóra-Hofiog einn í ungmennaflokki Jón Ársæl og Frá frá Sandhól. Allir okkar keppendur buðu upp á glæsilegar sýningar. Jóhanna og Bárður hlutu 7,77 í einkunn og enda þar með í 3 sæti. Viðar og Þór hlutu 7,53 og enduðu í 5 sæti.

Dagskrá dagsins í dag - Fimmtudagur

10.08.2023
Fréttir
Í dag fer fram forkeppni í fjórgangi, yfirlit kynbótasýninga 7 vetra og seinni tveir sprettir í 250m skeiði.