Fréttir: Ágúst 2024

Fjögur gullverðlaun á Norðurlandamóti

12.08.2024
Norðurlandmót íslenska hestsins fór fram dagana 8. til 11. ágúst. Mótið gekk vel og stóðu íslensku keppendurnir sig vel þrátt fyrir að vera flestir á lánshestum og höfðu haft knappan tíma til að kynnast hestununum áður en haldið var í braut. Aðeins einn hestur í íslenska liðinu kom frá Íslandi en aðrir knapar fengu hesta lánaða víðs vegar um Evrópu.

Tveir dagar í Norðurlandamót

06.08.2024
Nú eru tveir dagar í að Norðulandamótið í hestaíþróttum hefjist. Undirbúningur hefur gengið vel og samkvæmt landsliðs þjálfurunum Heklu Katharínu og Sigurbirni er létt og skemmtileg stemmning í hópnum. Landslið íslands á mótinu er skipað 20 keppendum, 15 í ungmennaflokk og 5 Í fullorðinsflokk. Flestir keppandanna eru á láns hestum og hafa þeir haft mismikinn tíma til að kynnast þeim, en í dag hefjast æfingar á vellinum og verður spennandi að sjá hvernig þær eiga eftir að ganga.