Fréttir: September 2010

Minnisvarði til heiðurs Höskuldar Eyjólfssonar

30.09.2010
Fréttir
Til stendur að reisa Höskuldi Eyjólfssyni heitnum á Hofsstöðum verðugan minnisvarða sem kemur til með að standa við hrossagerðið við kirkjuna í Reykholti.

Stóðréttir í Svarfaðardal

28.09.2010
Fréttir
Laugardaginn 2. október verða haldnar stóðréttir í Tungurétt í Svarfaðardal. Reiknað er með að stóðið komi að Tungum um kl 11.00 en réttarstörf hefjast kl 13:00.

Þverárrétt og Melgerðismelarétt 2.okt

27.09.2010
Fréttir
Réttað verður í Þverárrétt laugardaginn 2. október kl. 10 og Melgerðismelarétt sama dag kl 13.

Uppskeruhátíð 6.nóv. 2010

24.09.2010
Fréttir
Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga fer fram á Broadway í Reykjavík laugardaginn 6. nóvember nk.

Frumtaminganámskeið

23.09.2010
Fréttir
Hestamannafélagið Léttir heldur 5 vikna námskeið í frumtamningum í samstarfi við Linu Eriksson reiðkennara C.  Hver þáttakandi kemur með bandvant tryppi á tamningaraldri og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar:

Opin fundur um stöðu smitandi hósta á Akureyri

21.09.2010
Fréttir
LH, FHB og FT boða sameiginlega til fundar um stöðu smitandi hósta á Hótel KEA, Akureyri, þriðjudaginn 28.september kl.20:30. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST, Eggert Gunnarsson bakteríufræðingur og Vilhjálmur Svansson veirufræðingur munu mæta og fara yfir stöðuna með fundargestum. Fundurinn er öllum opinn.

Opin fundur um stöðu smitandi hósta á Blönduósi

20.09.2010
Fréttir
LH, FHB og FT boða sameiginlega til fundar um stöðu smitandi hósta á Blönduósi í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 21.september kl.20:30.

Notum endurskinsmerki!

20.09.2010
Fréttir
Nú eru stóð-og fjárréttir í algleymingi víðsvegar um landið. Fyrstu réttir hófust í byrjun september og þeim síðustu lýkur í byrjun október.