Fréttir: 2022

Þátttökuréttur á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna

06.07.2022
Fréttir
Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna hafa rétt til þátttöku efstu pör á stöðulista sem metinn er út frá árangri á löglegum mótum og gilda einkunnir pars frá fyrra og núverandi keppnistímabili í V1, F1, T1, T2, PP1, P1, P3 og P2. Par sem keppir til verðlauna um samanlagðan sigurvegara, þarf að hafa þátttökurétt í a.m.k. einni grein og eigi jafnframt skráðan árangur í öðrum greinum sem telja til samanlagðra verðlauna.

Knapar í yngri flokkum á Norðurlandamóti

24.06.2022
Fréttir
U21-landsliðsþjálfari LH hefur valið tólf knapa til að keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti í unglingaflokki og ungmennaflokki.

Íslandsmót barna og unglinga í Borgarnesi 2022

23.06.2022
Fréttir
Íslandsmót barna og unglinga fer fram 3-6.ágúst.

Stöðulistar í íþróttakeppnisgreinum á Landsmóti 2022

20.06.2022
Fréttir
Knapar sem eru stöðulista eru beðnir um að skrá sig sem allra fyrst og ganga frá greiðslu svo hægt sé að fylla pláss þeirra sem ætla ekki að mæta.

Valur Valsson er LH-félagi ársins 2022

13.06.2022
Fréttir
Efnt var til netkosningar þar sem kosið var á milli fimm öflugra félagsmanna sem tilnefndir voru af sínum félögum. Valur Valsson Hestamannafélaginu Neista á Blönduósi, bar sigur úr býtum í netkosningunni og óskum við honum innilega til hamingju.

Þjálfaramenntun 1. 2. og 3. stigs sumarönn 2022

01.06.2022
Fréttir
Sumarfjarnámið hefst 20. júní.

Ljósmyndasamkeppni Feif, IPZV og ÖIV 2022

01.06.2022
Fréttir
Næsta þema er "Friendship" eða "vinátta"

Landsþing 2022 verður haldið í Reykjavík

31.05.2022
Fréttir
Landsþing Landssambands hestamannafélaga verður haldið 4. til 5. nóvember. Gestgjafinn að þessu sinni er Hestamannafélagið Fákur, LH þakkar Fáki boðið. Þingið verður haldið í TM reiðhöllinni í Víðidal.

Öflugt starf í U21-landsliðshópi LH

21.05.2022
Fréttir
Starfssemi U21-landsliðshópsins hefur verið öflug í vetur. Nýr hópur fyrir árið var skipaður í byrjun desember og samanstendur hópurinn af 16 knöpum á aldrinum 16-21 árs, 7 stelpum og 9 strákum.