Fréttir: 2017

Súpertöltarar og vonarstjörnur í Samskipahöllinni

14.04.2017
Fréttir
Sterkustu töltarar landsins munu dansa um gólfið í Samskipahöllinni á laugardagskvöldið kemur, þegar „Þeir allra sterkustu“ fer fram. Bergur og Katla – Gummi Björgvins og Straumur – Jakob Svavar og Júlía – Elin Holst og Frami – Siguroddur og Steggur – Ævar Örn og Vökull!

Líflandsmót Léttis 15.apríl

12.04.2017
Líflandsmót Hestamannafélagsins Léttis verður haldið í Léttishöllinni 15. apríl.

Stóðhestapotturinn glæsilegur

12.04.2017
Um sjötíu folatollar undir glæsilega stóðhesta eru komnir í pottinn á „Þeir allra sterkustu“ í Samskipahöllinni um helgina. Hver folatollur kostar aðeins kr. 30.000 og dregur kaupandinn sér umslag og fær þá að vita undir hvaða stólpagrip hann hefur hlotið folatoll á ótrúlegu verði!

Vígalegir stóðhestar í pottinum

11.04.2017
Fréttir
Stóðhestapotturinn á „Allra sterkustu“ er fullur af fyrstu verðlauna hestum. Eigendur þeirra sýna stuðning sinn við íslenska landsliðið í verki og hafa gefið toll undir þessa glæsihesta.

Lokamót Meistaradeildar Cintamani - ráslistar

07.04.2017
Þá eru ráslistarnir fyrir tölt og flugskeið tilbúnir en keppt verður í þessum tveimur greinum á morgun í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Keppni hefst á slaginu 19:00 með forkeppni í tölti en það er Konráð Valur Sveinsson sem ríður á vaðið.

Lokamótið er í kvöld - ráslisti

06.04.2017
Lokamót Meistaradeildar æskunnar og Líflands verður í Reiðhöllinni í Víðidal í kvöld kl. 18. Það er EQUASANA töltið sem er lokahnykkur mótaraðarinnar að þessu sinni.

Skeiðkeppni á „Allra sterkustu“

06.04.2017
Landsliðsnefnd LH heldur á hverju ári glæsilegt mót til fjáröflunar fyrir íslenska landsliðið í hestaíþróttum, sem í ár heldur á HM í Hollandi í ágústmánuði.

Lokamót Meistaradeildar Líflands og æskunnar

05.04.2017
Komið er að EQUASANA töltinu og keppt verður í T1 í Reiðhöllinni í Víðidal fimmtudagskvöldið 6.apríl kl. 18:00. Mikil stemning er í keppendum enda munu úrslitin í einstaklings- og liðakeppninni ráðast það kvöld.

Lokað í dag miðvikudag

05.04.2017
Vegna veikinda er skrifstofa LH lokuð í dag miðvikudaginn 5.apríl. Við bendum á netfangið lh@lhhestar með erindi sem berast þurfa LH.