Fréttir: 2024

Landsþing LH 2024 í Borgarnesi

06.02.2024
Landsþing Landssambands hestamannafélaga 2024 verður haldið 25.-26. október.

Hvert stefnir hestamennskan - pallborðsumræður

01.02.2024
Rafræn menntaráðstefna LH og HOI sem fram fór í byrjun janúar vakti mikla athygli og áhuga á SLO umræðunni. SLO stendur fyrir social license to operate eða félagslegt leyfi til ástundunar. Fyrirlestraröðinni lauk með pallborðsumræðum þar sem þátttakendur ráðstefnunnar gátu sent inn spurningar sem vaknað höfðu á meðan á fyrri fyrirlestrum stóð. Umræðurnar urðu því einkar áhugaverðar og gefa innsýn inn í þau fjölmörgu atriði sem við sem viljum stunda ábyrga hestamennsku þurfum að hafa í huga og hvert íþróttin okkar og menningin í tengslum við hana stefnir.

Knapafundur ársins 12. febrúar

31.01.2024
Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum mótasviðs Landssambands Hestamannafélaga.

Símenntun reiðkennara og þjálfara

30.01.2024
FEIF heldur úti lista yfir virka reiðkennara og þjálfara, en til að vera á þessum Matrixulistum þurfa reiðkennarar að sinna reglubundinni símenntun. Reiðkennarar á Íslandi þurfa á hverjum þremur árum að ljúka að lágmarki einu tveggja daga símenntunarnámskeiði eða að lágmarki 16 símenntunareiningum.

Menntaráðstefnu LH og HOI lokið

25.01.2024
Einstaklega áhugaverðri fimm kvölda rafrænni menntaráðstefnu LH og HOI er nú lokið. Ráðstefnunni lauk á líflegum pallborðsumræðum þar sem fulltrúar hagsmunahópa innan hestamennskunnar mættust og ræddu sína sýn á málefnin.

Andlát, Vignir Jónasson

15.01.2024
Vignir Jónasson, hestamaður, lést af slysförum í gær. Vignir var búsettur í Laholm í Svíþjóð og lætur hann eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Hann var um langt skeið hluti af íslenska landsliðinu í hestaíþróttum en hann tók þátt í sínu fyrsta stórmóti 1995 í Sviss og fylgdi liðinu til 2003. Árið 2001 varð hann heimsmeistari í fimmgangi og samanlögðum fimmgangsgreinum á Klakki frá Búlandi. Það ár varð hann jafnframt Íslandsmeistari í fimmgangi og var valinn bæði íþróttaknapi ársins og knapi ársins.

Tannheilbrigði og tannhirða íslenskra hrossa

15.01.2024
Landbúnaðarháskóli Íslands sendir út skoðanakönnun til íslenskra hestamanna sem hluta af BS-verkefni Vildísar Þrár Jónsdóttur í Búvísindum. Verkefnið fjallar almennt um munn- og tannheilsu íslenskra hrossa, og þá kvilla sem kunna að koma upp, en einnig er leitast eftir því að lýsa því hvernig íslenskir hestamenn hátta tannhirðu sinna hrossa eða hrossa í sinni umsjá. Helstu lykilspurningar verkefnisins eru hvaða hross hljóta tannhirðu og hvenær, þar sem helst er gerður greinarmunur á reið- og stóðhrossum. Leitast er eftir að svara þessum spurningum með skoðanakönnun til sem flestra sem stunda hestamennsku á Íslandi.

Kjósum reiðkennara ársins hjá FEIF

11.01.2024
Reiðkennari ársins, Þorsteinn Björnsson er okkar fulltrúi endilega farið inn á síðu FEIF og veitið honum atkvæði ykkar.

Hver er sýn hagsmunahópa hestamennskunnar?

05.01.2024
Skráningu á fimm kvölda rafræna Menntaráðstefnu LH og Horses of Iceland lýkur 7.janúar! Þema ráðstefnunar er hið svokallaða „Social Licence to operate“ eða „félagslegt leyfi til ástundunar“ - sem fjallar um hinn aukna þrýsting víðsvegar frá um hvort verjandi sé að brúka dýr og þar með hross eingöngu til ánægju okkar mannfólksins.