Fréttir

Evrópumót yngri keppenda í TREK

03.10.2013
Fréttir
Evrópumótið í TREK í hestaferðamennsku 2013 var haldið við bæinn Mont-le-Soie í Belgíu. Formaður og varaformaður Landssambands hestamannaélaga voru gestir mótsins. Þar fréttu þeir að liðsstjóri svissnesku sveitarinnar, Maude Radelet hefði náð góðum árangri í TREK-keppnum á íslenskum hesti. Þeir fengu Maude til að ræða reynslu sína í stuttu viðtali.

Andlát: Sigurður Sigmundsson

25.09.2013
Fréttir
Sigurður Sigmundsson ljósmyndari, bóndi og fréttaritari Morgunblaðsins og Sunnlenska fréttablaðsins, er látinn, 75 ára að aldri. Hann lést í gær á heimili sínu að Vesturbrún á Flúðum.

Ný vefsíða Knapamerkjanna

25.09.2013
Fréttir
Í loftið er komin endurnýjuð og uppfærð heimasíða Knapamerkjanna, knapamerki.is. Á síðunni er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem sækja nám í Knapamerkjum eða eru að kenna þau.

FEIF fréttir

25.09.2013
Fréttir
Það er alltaf eitthvað að gerast í herbúðum FEIF. Til að mynda hefur FEIF nýlega borist umsókn um HM2017 frá Hollendingum. Viðburðanefnd FEIF mun fara yfir umsóknina og heimsækja staðinn sem fram er boðinn í Hollandi, til að geta gefið stjórn FEIF skýrslu og niðurstöður sinna athugana.

Umsóknir um þjálfarastyrki

18.09.2013
Fréttir
Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða ráðstefna og bæta þekkingu sína í þjálfun, sem mun nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi.

Dagur íslenskrar náttúru – 16. september 2013

16.09.2013
Fréttir
Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum um leið og þeir hafa notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum íslenskrar foldar.

Ferðasaga frá Youth Camp 2013

09.09.2013
Fréttir
Ferðasaga frá FEIF Youth Camp i Noregi 21. – 28.júlí 2013. Þau sem fóru voru Arnór Hugi Sigurðsson og Viktoría Gunnarsdóttir úr Dreyra, Ingi Björn Leifsson úr Sleipni, Kolbrún Lind Malmquist úr Létti og Guðbjörg Halldórsdóttir úr Skugga. Fararstjórar voru Andrea Margrét Þorvaldsóttir og Helga Björg Helgadóttir úr æskulýðsnefnd LH.

TREC á Íslandi

06.09.2013
Fréttir
Kynning var á keppni í TREC á Metamóti Spretts um liðna helgi. TREC er alþjóleg keppnisgrein, uppruninn í Frakklandi, þar sem keppt er eftir reglum FITE og snýst keppnin um að leysa hinar ýmsu þrautir með hestinum sínum. Í raun skiptist keppnin í þrjá hluta.

Að loknu HM í Berlín

05.09.2013
Fréttir
Ágætu félagar, nú er lokið tuttugasta heimsmeistaramóti íslenska hestsins en mótið fór fram 4. til 11. ágúst síðastliðinn í Berlín. Í kynningum og markaðsetningu var miklu lofað. Var þetta í fyrsta skipti sem mótið var haldið í stórborg og því góð stemning fyrir mótinu.