Fréttir

Heimsmeistaramótið hafið

01.08.2011
Fréttir
Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum er nú hafið á St. Radegund í Austurríki. Fánar aðildarlanda FEIF voru dregnir að húni í morgun.

Stórmót Geysis - heildarúrslit

01.08.2011
Fréttir
Frábæru gæðingamóti er nú lokið á Gaddstaðaflötum við Hellu. Geysismenn héldu Stórmót með miklum glæsibrag og hestakostur var mjög góður í öllum flokkum. Hér má sjá heildarniðurstöður mótsins á einum stað.

Lotta frá Hellu sigraði A-flokkinn

01.08.2011
Fréttir
Hans Þór Hilmarsson sýndi hryssuna Lottu frá Hellu til sigurs í A-flokki gæðinga á Hellu og hlutu þau 8,77 í einkunn.

Rúna sigraði á Brimli

01.08.2011
Fréttir
Rúna Tómasdóttir úr Fáki hélt efsta sætinu í barnaflokknum í gær á Brimli frá Þúfu.

Guðmunda Ellen efst í unglingaflokki

01.08.2011
Fréttir
Það var Guðmunda Ellen Sigurðardóttir sem sigraði unglingaflokkin á Hellu í gær á Alvari frá Nýjabæ.

Hríma efst í B-flokknum

01.08.2011
Fréttir
Hríma frá Þjóðólfshaga 1 sigraði B-flokkinn á Hellu í gær með 8,80 í einkunn. Knapi á Hrímu var Sigurður Sigurðarson.

Ragnheiður sigraði ungmennaflokkinn

01.08.2011
Fréttir
Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir Geysi sigraði ungmennaflokkinn á Stórmóti Geysis á Hellu í gær á hryssunni Spá frá Eystra-Fróðholti.

Högni sigraði töltið á Ými

30.07.2011
Fréttir
Högni Sturluson á Ými frá Ármúla sigraði töltið á Stórmóti Geysis nú í kvöld. Hlutu þau 7,89 í einkunn.

Æfingar hafnar og allir klárir

30.07.2011
Fréttir
Æfingar landsliðsins okkar í hestaíþróttum hafa haldið áfram í dag í St. Radegund í Austurríki.