Fréttir: 2011

Líflandsmót Fáks

12.04.2011
Fréttir
Líflandsmót æskulýðsnefndar Fáks verður haldið á laugardaginn kemur, þann 16.apríl í Reiðhöllinni. Skráning á mótið er í kvöld, mánudaginn 11.apríl, milli kl. 18 og 20 í Reiöhöllinni en einnig er tekið við skráningum í símum 567 0100 og 567 2166, gegn greiðslu með kreditkorti, á sama tíma.

Landsbankamót Sörla

11.04.2011
Fréttir
3. Landsbankamótið (þrígangur) og það síðasta í vetrarmótaröð Sörla verður haldið um helgina á Sörlastöðum. Mjög vinsælt og skemmtilegt mót og gaman að keppa og horfa á.

Úrslit úr slaktaumatölti og fljúgandi skeiði Meistaradeildarinnar

08.04.2011
Fréttir
Síðasta keppnin í Meistaradeildinni fór fram í gærkvöldi, fimmtudaginn 7.apríl. Þá var keppt í slaktaumatölti og fljúgandi skeiði. Hér má sjá niðurstöður úr forkeppni og úrslitum.

Sigurður Sigurðarson sigurvegari Meistaradeildar

08.04.2011
Fréttir
Sigurður Sigurðarson er sigurvegari Meistaradeildarinnar árið 2011. Hann stóð efstur með 58 stig en á hæla hans kom Sigurbjörn Bárðarson með 56,5 stig. Þeir voru báðir í liði Lýsis og unnu því liðakeppnina með 345,5 stigum en næst kom lið Árbakka/Norður-Götur með 312,5 stigum.

Folatollar til styrktar íslenska landsliðinu

08.04.2011
Fréttir
Stóðhestaeigendur og velunnarar íslenska landsliðsins í hestaíþróttum hafa gefið eftirfarandi folatolla til styrktar landsliðsins. Folatollana er hægt að kaupa af Landsliðsnefnd Landssambands hestamannafélaga, upplýsingar gefur Eysteinn Leifsson s: 896-5777.

Fræðslunámskeið um byggingardóma og sýningu hrossa

08.04.2011
Fréttir
 Athugið breytta dagskrá. Fræðslunámskeiðið um byggingardóma og sýningu hrossa í byggingardómi verður aðeins laugardaginn 9. apríl. Ekki var næg þátttaka til að hafa það líka á sunnudaginn.

Framlengdur skráningarfrestur hjá Mána

08.04.2011
Fréttir
Hægt verður að skrá í Opna Íþróttamót Mána sem fer fram 15-17 apríl fram yfir helgi. Tekið verður á móti skráningum á netfangið mani@mani.is.

Ungfolasýning HRSS

08.04.2011
Fréttir
Frestur til skráningar á ungfolasýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands í Ölfushöllinni er framlengdur til fimmtudagskvölds. 

Nýdómara/landsdómarapróf / upprifjun gæðingadómara

08.04.2011
Fréttir
Ákveðið hefur verið að halda nýdómara og landsdómaranámskeið í Gæðingadómum ef næg þáttaka fæst lágmark 14 manns þurfa að skrá sig á námskeiðið.