Fréttir

Kvennatölt Gusts 18. apríl

11.12.2008
Fréttir
Hið sívinsæla Kvennatölt Gusts hefur nú verið dagsett og mun mótið fara fram laugardaginn 18. apríl 2009 í reiðhöll Gustara í Glaðheimum.

„Við Daníel getum gert góða hluti“

09.12.2008
Fréttir
Danskur peningamaður hefur nýlega keypt þrjá hátt dæmda stóðhesta hér á landi í samvinnu við Daníel Jónsson á Pulu. Hann heitir Michael Lennartz og er arkitekt sem hefur hagnast á leigufyrirtæki með iðnaðarhúsnæði.

Daníel Jónsson keppir í Meistaradeild

09.12.2008
Fréttir
Daníel Jónsson, knapi og tamningamaður í Pulu, mun keppa í Meistaradeild VÍS í vetur. Hann verður liðstjóri liðs TopReiter. Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem knapa er boðin þátttaka án þess að hann hafi tekið þátt í úrtöku.

Daníel Ben opnar hestasjónvarp

09.12.2008
Fréttir
Eins og fram hefur komið í fréttum á hestamiðlum er Daníel Ben hættur störfum á www.hestafrettir.is. Hann er þó ekki af baki dottinn og boðar endurkomu sína í hestafjölmiðlun á sjónvarpsskjánum á nýju ári.

Jón Ó Guðmundsson íþróttamaður Andvara

09.12.2008
Fréttir
Jón Ó Guðmundsson var kjörinn íþróttamaður Andvara 2008 á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Þetta er þriðja árið í röð sem Jón vinnur titilinn. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur þegar til þess er tekið að Jón er áhugamaður í hestamennsku.

Jóhann og Theódóra í Neðra-Sel

08.12.2008
Fréttir
Jóhann K Ragnarsson og Theódóra Þorvaldsdóttir hafa tekið Neðra-Sel í Holta- og Landssveit á leigu og munu opna þar tamningastöð strax eftir áramót. Þau höfðu áður starfað á hrossaræktarbúinu Feti í rúmt ár.

Hestar og knapar án aukaefna

08.12.2008
Fréttir
Niðurstöður lyfjaeftirlits sem framkvæmt var á Landsmóti hestamanna í sumar liggur nú fyrir. Engin efni af bannlista fundust í þvagsýnum knapanna tveggja eða blóðsýnum hestanna fjögurra sem boðaðir voru í lyfjapróf.

Frumtamningar í sundlaug

08.12.2008
Fréttir
„Við erum búin að fá nokkur þriggja vetra ótamin trippi í sundþjálfun í haust. Það kemur rosalega vel út. Þau temjast undrafljótt. Fá mikið traust á manninum. Þetta er greinilega mjög góður undirbúningur fyrir frekari tamningu,“ segir Jakob S Þórarinsson hjá Sundhestum.

Fyrstu afkvæmi Álfs í tamningu

05.12.2008
Fréttir
Byrjað er að temja afkvæmi úr fyrsta árganginum undan Álfi frá Selfossi. Vel er látið af þeim og þykir hann erfa frá sér hina léttu og kátu lund sem einkennir hann sjálfan. Í kaupbæti gefur hann stærri og myndarlegri hross en hann er sjálfur.