Fréttir: 2009

Skeiðnámsskeið á Hólum

12.05.2009
Fréttir
Hólaskóli - Háskólinn á Hólum auglýsir sérhæft námskeið með áherslu á þjálfun á skeiði. Markmið námskeiðsins er að auka færni og skilning þátttakenda á þjálfun gangtegunda, sérstaklega hvað varðar þjálfun á skeiði.

Úrslit hestaíþróttamóts UMSS á Hólum

12.05.2009
Fréttir
Dagana 8. og 9. maí fór fram hestaíþróttamót UMSS á Hólum. Þrátt fyrir að fresta þyrfti mótinu um dag vegna veðurs fór það í heild sinni vel fram og þátttaka var góð. Nemendur á þriðja ári hestafræðideildar í Þjálfun og reiðkennslu tóku þátt með sína nemendahesta og skeiðhesta og stóðu sig með prýði. Þátttaka þeirra á þessu móti er hluti af námi þeirra við skólann og var hún örugglega í senn bæði þroskandi og lærdómsrík fyrir nemendur og hesta þeirra. Úrslit og myndir frá mótinu má sjár HÉR.

Úrtaka Snæfellings fyrir FM09 á Kaldármelum

12.05.2009
Fréttir
Hestamannafélagið Snæfellingur heldur úrtöku vegna Fjórðungsmóts á Kaldármelum sem jafnframt verður félagsmót hestamannafélagsins.  Snæfellingur á rétt á að senda 4 hesta til keppni á Fjórðungsmóti í hverjum flokki.

Ætlar þú að leggja þitt af mörkum til landsliðs Íslands í hestaíþróttum ?

11.05.2009
Fréttir
Oft var þörf en nú er nauðsyn að styrkja landsliðið okkar sem fer til Sviss í sumar og ætlar að fylgja eftir góðum árangri Íslands undanfarin mót. Landsliðnefnd LH hefur fengið að gjöf folatolla undir vinsælustu hesta landsins og hafa stóðhesteigendur lagt sitt að mörkum til fjáröflunar fyrir landsliðið.

Gæðingamót Fáks – Úrslit

11.05.2009
Fréttir
Gæðingamóti Fáks var haldið í Víðidal um helgina. Gæðingurinn Stakkur frá Halldórsstöðum varð efstur í A flokki, knapi Sigurbjörn Bárðarson. Sigurbjörn varð einni efstur í tölti Meistara á Jarli frá Mið-Fossum.

Skeiðleikar skráning mánudaginn 11. maí

11.05.2009
Fréttir
Miðvikudaginn 13. maí verða fyrstu Skeiðleikar af fjórum sem Skeiðfélagið og stendur fyrir í ár. Verða þeir haldnir að Brávöllum, félagssvæði Sleipnis á Selfossi og hefst keppni klukkan 20:00. Keppt verður í 100m, 150m og 250m skeiði.

Gagnlegir umræðufundir

08.05.2009
Fréttir
Það var ekki troðfullt út úr dyrum á fundum LH um framtíð LH og Landsmóta sem haldnir voru nú í vikunni. Um fimmtán manns mættu á hvorn fund. Báðir fundirnir voru hins vegar mjög ganglegir og þar fór fram frjó umræða um þessi mikilvægu málefni.

Nýskráning Íslandsmeta í kappreiðum

08.05.2009
Fréttir
Stjórn LH samþykkti á stjórnarfundi 20. mars síðastliðinn að hefja nýskráningu Íslandsmeta í kappreiðum. Breytingin tekur gildi frá og með síðustu áramótum, 2008/2009. Skilyrði fyrir staðfesingu á meti er að viðurkenndur rafrænn búnaður hafi verið notaður þegar metið var sett og ræst út úr básum á kappreiðum þar sem farið er í öllu eftir núgildandi lögum og reglum LH.

Samantekt á helstu lagabreytingum á milli áranna 2008 og 2009

08.05.2009
Fréttir
Á Landsþingi LH 2008 voru samþykktar nokkrar breytingar á keppnisreglum sem heyra undir Lög og reglur LH. Keppnisnefnd hefur tekið helstu breytingarnar saman til glöggvunar.