Fréttir: 2009

Ísólfur með sýnikennslu í Andvara fimmtudaginn 3. des.

26.11.2009
Fréttir
Ísólfur Líndal, tamningamaður og reiðkennari við Hólaskóla, verður með sýnikennslu á vegum Félags tamningamanna í reiðhöllinni á Kjóavöllum fimmtudaginn 3. desember nk. Sýningin hefst kl. 20 og er miðaverði stillt í hóf, aðeins kr. 1.500, en skuldlausir félagar í Andvara og FT fá miðann á kr. 1.000.

Tilkynning frá Hestaíþróttadómarfélagi Íslands (HÍDÍ)

25.11.2009
Fréttir
Aðalfundur HÍDÍ verður mánudaginn 18. Jan. 2010 kl 20:00 í Íþróttamiðstöðinni í  Laugardal.    

Aðalfundur FT-norður

24.11.2009
Fréttir
Aðalfundur norðurdeildar Félags Tamningamanna verður haldinn miðvikudaginn 2. des. nk. í Reiðhöllinni Svaðastöðum kl. 20:00 Á fundinum verður Jakob Svavar Sigurðsson með fyrirlestur um þjálfun kynbótahrossa. Fyrirlesturinn hefst kl: 21:00.

Grunnskólamót hestamannafélaganna fyrir norðan

24.11.2009
Fréttir
Æskulýðsnefndir hestamannafélaganna í Skagafirði og Húnavatnssýslum funduðu fyrir helgi og ákváðu fyrirkomulag Grunnskólamóts Hestamannafélaganna í vetur.

Ólafur Magnússon knapi ársins hjá Neista

24.11.2009
Fréttir
Uppskeruhátíð bænda og hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu var haldin 21.nóv. síðastliðinn og tókst í alla staði mjög vel. Borðin svignuðu undan verðlaunum fyrir hesta, kýr og kindur.

Forval veitinga hafið á Landsmót

23.11.2009
Fréttir
Landsmót hestamanna ehf (LM2010) óskar eftir aðilum til að sjá um veitingarekstur á Landsmóti hestamanna sem haldið verður á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27. júní – 4. júlí 2010.

Nýjar vörur í Líflandi!

23.11.2009
Fréttir
Vorum að taka upp sendingu af vetrarlínunni frá hinum þekkta framleiðanda Mountain Horse. Komið og lítið á verð og úrval.

Reiðhöll Harðarfélaga vígð

23.11.2009
Fréttir
Síðastliðinn laugardag vígði hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ stórglæsilega reiðhöll. Reiðhöllin er  mjög stór og glæsileg en gólflötur hennar er svipað stór og reiðhöllin í Víðidal.

Heiðursfélagi Andvara

23.11.2009
Fréttir
Halldór Halldórsson formaður samgöngunefndar Landssambands hestamannafélaga var síðastliðinn miðvikudag, á aðalfundi félagsins, gerður að heiðursfélaga Andvara. Halldór hefur verið ötull félagi í hestamannafélaginu Andvara í rúmlega tvo áratugi eða frá árinu 1984.