Fréttir

Breytt dagsetning á Íslandsmóti barna og unglinga

27.01.2020
Fréttir
Vekjum athygli á breyttri dagsetningu á Íslandsmóti barna og unglinga.

Landsliðshópar LH 2020 kynntir

23.01.2020
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga kynnti landsliðshópa LH fyrir árið 2020 í Líflandi í dag, 23. janúar. Landsliðsþjálfarar LH, Sigurbjörn Bárðarson þjálfari A-landsliðs og Hekla Katharína Kristinsdóttir þjálfari U-21 árs landsliðs tilkynntu knapana sem valdir hafa verið í hópana. Við val á knöpum í landsliðshópana er tekið tillit til árangurs í keppni, reiðmennsku, hestakosts og íþróttamannslegrar framkomu.

Hefur þú áhuga á að mennta þig sem þjálfari LH og ÍSÍ?

20.01.2020
Fréttir
Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar.

Kynning á landsliðshópum LH 2020

15.01.2020
Fréttir
Nýir landsliðshópar í hestaíþróttum verða kynntir í Líflandi fimmtudaginn 23. janúar kl. 15.00. Kynntir verða landsliðshópar í flokki fullorðinna og U21 árs og verða þeir starfandi árið 2020.

Íslandsmót fullorðinna verður haldið í ágúst á Hellu

11.01.2020
Fréttir
Hestamannafélagið Geysir heldur Íslandsmót fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum á Hellu dagana 12. til 16. ágúst 2020. Keppnisnefnd LH hefur gefið út lágmörk inn á Íslandsmót og vakin er athygli á því að þau hafa verið hækkuð um 0,4 frá því sem verið hefur undanfarin ár í T1, V1 og F1 og um 0,2 í gæðingaskeiði.

Hæfileikamótun LH að hefja starfsemi 2020

08.01.2020
Fréttir
Nú hafa 6 hópar með 48 knöpum verið valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun LH 2020 og starfsemin er að byrja. Fyrsta æfingahelgin er með Gústaf Ásgeiri og fer fram í Reiðhöllinni í Víðdal helgina 11-12 janúar

Jóhann Skúlason í 12. sæti í kjöri um íþróttamann ársins 2019

28.12.2019
Fréttir
Jóhann vann það einstaka afrek á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín 2019 að vinna þrefaldan heimsmeistaratitil á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum. Jóhann varð heimsmeistari í tölti T1, fjórgangi V1 og samanlögðum fjórgangsgreinum. Þá hlaut Jóhann reiðmennskuverðlaun FEIF sem afhent er þeim sem þykir sýna besta reiðmennsku á HM. Þar með eru heimsmeistaratitlar Jóhanns orðnir 13 talsins frá árinu 1999.

Tilkynning frá stjórn LH

23.12.2019
Fréttir
Stjórn Landssambands hestamannafélaga lýsir yfir óánægju með tilnefningar Samtaka íþróttafréttamanna til íþróttamanns ársins.

Nýr landsliðsþjálfari U-21 landsliðs LH

18.12.2019
Fréttir
Hekla Katharína Kristinsdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari U21-landsliðshóps LH frá 1. janúar 2020.