Fréttir: 2008

Þjóðverjar langstærstir innan FEIF

20.11.2008
Fréttir
Þjóðverjar eru langfjölmennastir þjóða í FEIF, meira en helmingi stærri en Ísland. Þýsku Íslandshestasamtökin, IPZV, telja nú 24 þúsund félaga. Í Landssambandi hestamannafélaga, LH, eru nú skráðir 11.379 félagar.

Enginn niðurskurður á hrossabraut Hólaskóla

20.11.2008
Fréttir
„Það verður enginn niðurskurður á hrossabraut Hólaskóla í vetur,“ segir Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum. Feykir.is greindi frá því nýlega að 115 milljónir króna vantaði upp á að síðustu áætlanir varðandi skólann næðu fram að ganga.

Mennt er máttur, ekki síst þegar á móti blæs

20.11.2008
Fréttir
„Við eru bjartsýn. Það eru allir sammála um að það sé aldrei meiri ástæða en einmitt nú að bæta í frekar en hitt,“ segir Víkingur Gunnarsson, forstöðumaður hrossabrautar á Hólaskóla. Stefnt er að því að skólinn verði að sjálfseignarstofnun á næsta ári.

Erfitt að kveðja Rökkva

20.11.2008
Fréttir
Hinn frækni stóðhestur Rökkvi frá Hárlaugsstöðum er á leið úr landi. Hann fer til eigenda sinna í Svíþjóð, sem er Göran Montan og fjölskylda. Rökkvi hefur verið í fremstu röð stóðhesta og keppnishesta á Íslandi síðastliðin ár.

Tröllasögur um hrossasölur

19.11.2008
Fréttir
„Það hafa alltaf gengið tröllasögur um miklar sölur og há verð í hestamennskunni, það hefur ekkert breyst,“ segir Baldvin Kr. Baldvinsson, formaður Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga. „En það þarf að hafa fyrir hverri sölu núna eins og áður.“

Mestu stóðhestakaup Íslands- sögunnar

18.11.2008
Fréttir
Stóðhestarnir Ágústínus frá Melaleiti og Dugur frá Þúfu, eru komnir undir hnakk hjá Daníeli Jónssyni í Pulu. Danskur aðili, Mikael Lennartz, keypti stóðhestana nýlega. Eru þetta án efa ein mestu stóðhestakaup Íslandssögunnar.

Mestu stóðhestakaup Íslands- sögunnar

18.11.2008
Fréttir
Stóðhestarnir Ágústínus frá Melaleiti og Dugur frá Þúfu, eru komnir undir hnakk hjá Daníeli Jónssyni í Pulu. Danskur aðili, Mikael Lennartz, keypti stóðhestana nýlega. Eru þetta án efa ein mestu stóðhestakaup Íslandssögunnar.

Einkunna- lágmörk kynbótahrossa fyrir FM2009

18.11.2008
Fréttir
Lágmörk kynbótahrossa á FM2009 hafa verið ákveðin. Þó með þeim fyrir að heimilt verði að lækka þau ef í ljós kemur að of fá hross nái lágmörkum. Þau eru tíu stigum lægri í hverjum flokki einstaklingssýninga en á LM2008

Uppskeruhátíð Fáks

18.11.2008
Fréttir
Fákur heldur sína árlegu uppskeruhátíð 29. nóvember en þá verður blásið í lúðra og þeir Fáksfélagar sem skarað hafa framúr á árinu heiðraðir. Samkvæmt venju eru þessi hátíð í boði Fáks og eru þeir sem hafa unnið ötulega fyrir félagið á árinu boðnir og fá þeir sent boðskort, bréflega eða í netpósti, í þessari viku.