Fréttir: Janúar 2014

Fyrsta bikarmót Harðar

28.01.2014
Fréttir
Fyrsta bikarmót Harðar verður haldið 14.febrúar næstkomandi og hefst stundvíslega klukkan 18. Um er að ræða mótaröð sem haldin verður í reiðhöllinni í Herði í vetur og munum við hefja leika á töltmóti. Mótið er að sjálfsögðu öllum opið.

Nýr og hestvænn leiðari íþróttadómara

27.01.2014
Fréttir
Á vef isibless.is í dag, er greinargóð úttekt á þeim breytingum sem er að finna í nýjum leiðari fyrir íþróttadómara sem kynntur var á endurmenntunarnámskeiði Hestaíþróttadómarafélags Íslands (HÍDÍ) um helgina. Það var Þorgeir Guðlaugsson alþjóðlegur dómari og meðlimur sportdómaranefndar FEIF sem kynnti leiðarann, sem á m.a. að gera íþróttina hestvænni.

HÍDÍ helgi 24. - 25. janúar

22.01.2014
Fréttir
Hestaíþróttadómarafélagið heldur aðalfund sinn föstudagskvöldið 24. janúar kl. 20:00 í E-sal í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Daginn eftir, laugardaginn 25. janúar verður síðan endurmenntun dómara kl. 10:00 í sal reiðhallarinnar í Víðidal.

Nýárstölt Léttis - úrslit

20.01.2014
Fréttir
Nú er nýloknu frábæru nýárstölti hjá Léttismönnum. Mótið gekk hratt og vel og alveg er það á hreinu að ef þetta er það sem koma skal verður mikil gleði hjá Léttisfólki í vetur. Hrossin voru góð og knaparnir kátir, áhorfendur skemmtu sér einnig konunglega. Mótið var til styrktar Takti styrktarfélagi, þess má geta að 111,000 krónur söfnuðust og verða afhent sjóðnum á næstu dögum.

KEA mótaröðin

18.01.2014
Fréttir
Í ár verður KEA mótaröðin eins og undanfarin ár en með breyttu formi 6 lið keppa og hafa liðsstjórar verið valdir

Nýárstölt Léttis - ráslistar

17.01.2014
Fréttir
Nú er allt að verða tilbúið fyrir Nýárstöltið. Mótið hefst kl. 16:00 laugardaginn 18. janúar. Byrjað verður á 2. flokki. Veitingar verða seldar á vægu gjaldi ásamt Dagatali til styrktar Takti. Stjórn Léttis minnir einnig á pub quiz í Skeifunni kl. 20:00 Hér fyrir neðan má sjá ráslistann.

LH og VÍS undirrita nýjan samning

17.01.2014
Fréttir
VÍS hefur um árabil verið meðal dyggustu samstarfsaðila LH og staðið dyggilega við bakið á öllum viðburðum sambandsins, m.a. þeim stærsta, Landsmóti hestamanna.

Ráðstefna um afreksþjálfun

17.01.2014
Fréttir
Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík dagana 20. – 22. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101. Margir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþjálfun en ráðstefnustjórar verða þær Hafrún Kristjánsdóttir og Ragnhildur Skúladóttir. Fyrirlestrarnir fara bæði fram á ensku og íslensku.