Fréttir: Janúar 2016

Hestadagur Líflands

28.01.2016
Sunnudaginn 7. febrúar býður Lífland til Hestadags í Samskipahöllinni (Sprettshöllin). Allir velkomnir og ókeypis inn! Veglegir happdrættisvinningar í boði. Höllin opnar kl. 12 og verður ýmislegt tengt íslenska hestinum á boðstólum.

Ráslistinn í fjórganginum

28.01.2016
Fréttir
Nú er allt að gerast en fjórgangurinn er á morgun og er ráslistinn tilbúinn. Ólafur Andri Guðmundsson mun ríða á vaðið en hann er á stóðhestinum Straumi frá Feti.

LM2016 SKAGFIRÐINGAR BJÓÐA HEIM

27.01.2016
Skagfirskir hestamenn ætla að taka vel á móti gestum sem koma með hross til keppni á Landsmótinu á Hólum næsta sumar.

"Ekki pláss fyrir meðalmennsku"

26.01.2016
Árni Björn Pálsson sigraði einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni árið 2014 og 2015. Árni er í liði Auðsholtshjáleigu en það er eitt af elstu liðunum í deildinni og eru þau í þriðja sæti í liðakeppninni.

Markaðsverkefni um íslenska hestinn til næstu fjögurra ára

25.01.2016
Fyrsta áfanga markaðsverkefnis um íslenska hestinn er nú að ljúka með formlegri stefnumótun, og framhald verkefnisins til næstu fjögurra ára að hefjast.

Samningur vegna LM 2018 undirritaður

22.01.2016
Fréttir
Samningur um að Landsmót hestamanna árið 2018 verði haldið í Reykjavík var undirritaður í Höfða af Hestamannafélaginu Fáki, Reykjavíkurborg og Landsmóti hestamanna ehf.

Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta

21.01.2016
Senn líður að Uppsveitadeildinni 2016. Keppendur úr hestamannafélögunum Loga, Smára og Trausta munu þá draga fram keppnishesta sína og etja kappi um sigur í fjórgangi, fimmgangi, tölti og fljúgandi skeiði, sem fyrr.

Meistaradeildin að byrja

21.01.2016
Í dag er vika í að Meistaradeildin í hestaíþróttum byrji aftur og í kvöld verður sýndur fyrsti þátturinn frá þessu tímabili á Stöð 2 sport kl. 20:05.

Rafmagnsstæði á Landsmóti á Hólum komin í sölu

19.01.2016
Fréttir
Sala á tjaldstæðum með rafmagnstengingum á Landsmóti hestamanna á Hólum 2016 er hafin. Um er að ræða afmarkaða reiti, 7x10 metrar að stærð og hverjum reit fylgir ein rafmagnsinnstunga.