Fréttir: Desember 2009

Eyjólfur enn á toppnum í Meistaradeild VÍS

23.04.2009
Fréttir
Þá er keppni lokið á næst síðasta móti Meistaradeildar VÍS. Keppnin fór fram í dag að Ármóti samhliða stóðhestakynningu. Hópur af fólki lagði leið sína að Ármóti og má ætla að þegar mest var hafi verið um 1.000 manns á svæðinu.

Sumri fagnað á Grænhóli

22.04.2009
Fréttir
„Við erum nú fyrst og fremst að fagna sumrinu og opna faðminn fyrir vini og kunningja,“ segir Gunnar Arnarson, en hann og Kristbjörg Eyvindsdóttir verða með opið hús á Grænhóli á morgun, sumardaginn fyrsta.

Skráningarfrestur framlengdur!

22.04.2009
Fréttir
Skráningarfrestur á opna ALP/GÁK mótið hefur verið framlengdur til kl. 17 í dag, miðvikudag! Mótið er opin töltkeppni fyrir börn, unglinga og ungmenni og fer fram á morgun, Sumardaginn fyrsta, í reiðhöll Gusts í Kópavogi.

Skeifudagurinn á Hvanneyri sumardaginn fyrsta

21.04.2009
Fréttir
Skeifudagur Grana verður haldinn hátíðlegur í glæsilegri hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands að Mið-Fossum á sumardaginn fyrsta. Grani er hestamannafélag nemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands. Dagskráin hefst kl. 12:30. Þennan dag sýna nemendur í hrossarækt við LbhÍ afrakstur vetrarstarfsins í reiðmennsku og frumtamningum.

Tekið til kostanna í Skagafirði

21.04.2009
Fréttir
Hin árlega stórsýning í Skagafirði, Tekið til kostanna, fer fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki um næstu helgi, dagana 24. til 26. apríl. Samhliða fer fram fyrsta kynbótasýning ársins. Nemendur og kennarar frá Hólaskóla munu brydda upp á nýjungum og hinar rómuðu kvöldsýningar verða á sínum stað.

Þriðja og síðasta Landsbankamót Sörla

20.04.2009
Fréttir
Þriðja og síðasta Landsbankamót Sörla verður haldið á Sörlastöðum 24. og 25. apríl. Sýna skal a.m.k. þrjár gangtegundir í fjórum ferðum. Dómskali Gæðingakeppni gildir. Gefin er ein einkunn fyrir tölt. Ef bæði er sýnt hægt og greitt tölt gildir hærri einkunn.

Reiðvegabætur á Smáraslóðum

20.04.2009
Fréttir
Umtalsverðar reiðvegabætur eiga sér nú stað á svæði Smára í Hrunamannahreppi og á Skeiðum. Þegar hefur verið endurnýjaður fimm kílómetra kafli meðfram Skeiðavegi. Frá Skeiðháholtsafleggjara að Brautarholti. Er sá kafli fullfrágenginn.

Top Reiter höllin á Akureyri vígð

20.04.2009
Fréttir
Það voru börn og unglingar í hestamannafélaginu Létti sem riðu fyrstir í hús á formlegri vígslu nýrrar reiðhallar á Akureyri og þótt það vel við hæfi. Á eftir riðu fánaberar í salinn og með þeim þingmennirnir Kristján Þór Júlíusson og Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra, og formaður Léttis, Erlingur Guðmundsson.

ALP/GÁK mótið í Gusti

20.04.2009
Fréttir
Hið árlega opna töltmót ALP/GÁK fyrir unga fókið fer að venju fram á sumardaginn fyrsta, 23. apríl nk. í reiðhöll Gusts í Glaðheimum í Kópavogi. Keppt er í hefðbundinni töltkeppni í flokkum barna, unglinga og ungmenna.