Fréttir: Desember 2009

Miðasala hafin á Ístölt - Þeir allra sterkustu

31.03.2009
Fréttir
Miðar á Ístölt – Þeir allra sterkustu - eru komnir í sölu í Líflandi. Miðinn kostar 3000 krónur. Ef einhverntíma hefur verið ástæða til að fá sér einn - þá er það núna! Allar helstu kanónur á meðal íslenskra knapa verða á meðal keppenda, þar á meðal gullverðlaunahafarnir fjórir frá HM2007.

Meistaradeild VÍS - fimmgangur

31.03.2009
Fréttir
Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu fimmgangshestum landsins muni berjast í Ölfushöllinni á fimmtudaginn en þá verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild VÍS. Keppni hefst klukkan 19:30 að venju. Hulda Gústafsdóttir hefur sigrað undanfarin tvö ár á Galdri frá Flagbjarnarholti en gera má ráð fyrir því að aðrir knapar í deildinni muni sækja hart að því að ná titlinum af henni.

Lokakvöld KS-deildarinnar

31.03.2009
Fréttir
Mikil spenna er fyrir lokakvöldið í KS Deildinni sem fer fram miðvikudagskvöldið 1.apríl. Ómögulegt er að spá fyrir um sigurvegara deildarinnar í vetur. Allt getur gerst þetta síðasta kvöld þar sem í þessum tveimum greinum sem eftir eru, er keppt við klukkuna.

Nýr leiðari fyrir útslitakeppni

30.03.2009
Fréttir
Nýr leiðari fyrir úrslit í gæðingakeppni mun líta dagsins ljós innan skamms. Sigurbjörn Bárðarson, formaður fræðslunefndar LH, hefur verið með leiðarann í smíðum um nokkrt skeið og kynnt hann á upprifjunarnámskeiðum gæðingadómara. Sigurbjörn segir að leiðarinn muni hafa töluverðar breytingar í för með sér.

Möller frá Blesastöðum 1A seldur

30.03.2009
Fréttir
Stóðhesturinn Möller frá Blesastöðum 1A hefur skipt um eigendur. Kaupandinn er TY-Horsebreeding farm í Danmörku. Seljandi er Kráksfélagið ehf.. Ræktandi er Magnús Trausti Svavarsson á Blesastöðum. Möller verður áfram á Íslandi, í það minnsta næstu tvö til þrjú árin, í umsjón Magnúsar á Blesastöðum. Hann verður að öllum líkindum í útleigu á Vesturlandi árið 2010, en annars heima á Blesastöðum.

Nýhestamót Sörla

30.03.2009
Fréttir
Nýhestamót Sörla verður haldið á Sörlastöðum laugardaginn 4. apríl klukkan 13:00. Skráning verður frá klukkan 11:00-12:00. Skráningargjald er 1.500 krónur.    

Mótaröð Keiluhallarinnar í Gusti

30.03.2009
Fréttir
Lokamótið í mótaröð Keiluhallarinnar og Gusts fór fram sl. laugardag í Glaðheimum í Kópavogi. Mótið var opið að þessu sinni og lét góður fjöldi hestamanna sjá sig þrátt fyrir að kuldaboli biti hressilega í kinn þennan daginn. Keppt var í öllum flokkum og urðu úrslit sem segir hér að neðan, auk þess sem stigahæstu knapar þriggja vetrarmóta voru verðlaunaðir sérstaklega.

Sjö knapar tryggja sér þátttökurétt á ístölt - Þeir allra sterkustu

28.03.2009
Fréttir
Sjö knapar unnu sér rétt til þátttöku á Ístölti - Þeir allra sterkustu sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 4. apríl. Jafnir í tveim efstu sætum voru Jón Páll Sveinsson á Losta frá Strandarhjáleigu og Valdimar Bergstað á Leikni frá Vakursstöðum. Komu þau úrslit ekki á óvart. Í þriðja sæti er Elmar Þormarsson á Þrennu frá Strandarhjáleigu.

Tilkynning frá Meistaradeild VÍS

27.03.2009
Fréttir
Stjórn Meistaradeildar VÍS og knapar deildarinnar hafa komist að samkomulagi um að færa fyrirhugað mót og stóðhestakynningu af laugardeginum 18. apríl yfir á fimmtudaginn 23. apríl sem er sumardagurinn fyrsti.