Fréttir

Landsliðsfundurinn tókst afar vel

15.03.2017
Á mánudagskvöldið hélt landsliðsnefnd LH metnaðarfullan fræðslufund í veislusal Samskipahallarinnar í Spretti. Farið var yfir lykil að vali landsliðsins sem halda mun á HM í Hollandi í sumar, nýir samstarfsaðilar kynntir til leiks og að lokum flutti Heimir Hallgrímsson magnað erindi.

Æskulýðsnefnd LH á Selfossi

15.03.2017
Fréttir
Fundaferð Æskulýðsnefndar LH heldur áfram og á laugardaginn var fudur á Suðurlandi og Sleipnir á Selfossi bauð heim. Fulltrúar fjögurra hestamannafélaga mættu og voru umræðurnar skemmtilegar og fróðlegt var að heyra um hvað æskulýðsstarfið snýst á hverjum stað fyrir sig.

Framtíðarfyrirkomulag HEÞ

14.03.2017
Fréttir
Boðað er til fundar til að ræða um framtíðarfyrirkomulag HEÞ, Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga. Sigríkur Jónsson formaður Hrossaræktarsamtaka Suðurlands mætir á fundinn og segir frá starfsemi sinna samtaka en þau byggja á einstaklingsaðild en eru ekki samtök aðildarfélaga eins og HEÞ.

Fundur Landsliðsnefndar LH - Heimir Hallgrímsson fyrirlesari

13.03.2017
Fréttir
Landsliðsnefnd LH heldur mjög áhugaverðan fund mánudaginn 13.mars kl.17:30 í Samskipahöllinni í Spretti þar sem kynntur verður lykillinn að vali íslenska landsliðsins - Leiðin að gullinu! Fyrirlesari kvöldsins verður hinn magnaði landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, Heimir Hallgrímsson. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum og aðgangur er ókeypis!

Hestamenn heimsækja forsetann

10.03.2017
Fulltrúar Landssambands hestamannafélaga fóru á fund forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, á dögunum. Þar kynntu þeir hestaíþróttina, menninguna og lífsstílinn, allt sem LH stendur fyrir í hestamennskunni.

Gluggar og Gler deildin 16. mars

10.03.2017
Næsta mót í Áhugamannadeild Spretts – Gluggar og Gler deildinni verður hrikalega spennandi. Í boði verður veisla fyrir áhorfendur þar sem keppt verður í tveimur greinum á einu kvöldi.

Áhugasamur Afrekshópur LH

07.03.2017
Fréttir
Fyrsta námskeið afrekshópsins í ár var haldið í Hestheimum dagana 18.-19. febrúar sl. 21 nemandi er í hópnum og var gott andrúmsloft og mikill áhugi hjá þeim að læra og bæta sig og sinn hest.

Æskulýðsnefnd LH fundar á Selfossi

06.03.2017
Fréttir
Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga heldur um þessar mundir í fundarferð um landið. Laugardaginn 11.mars næstkomandi verður fundur fyrir félögin á Suðurlandi og verður hann haldinn í Hlíðskjálf á Selfossi í boði hestamannafélagsins Sleipnis kl.11.

FEIF - Alþjóðleg myndbandasamkeppni æskunnar

03.03.2017
FEIF heldur alþjóðlega myndbandasamkeppni og þetta er liðakeppni þar sem 4-6 manna hópar búa til 3-5 mínútna langt myndband þar sem þemað er: “Power is … [ykkar hugmynd hér]”.