Fréttir

Meðalaldur liðsmanna 27 ár

16.01.2017
Fréttir
Fjórða liðið sem við kynnum til leiks í Meistaradeildinni er lið Hrímnis/Export hesta. Liðið er saman sett af ungum knöpum en meðalaldur liðsins er 27 ár. Hrímnir var fyrst með lið í deildinni árið 2010 en Export hestar bætust við árið 2012.

FT og dómarastéttin stendur fyrir fræðslu

16.01.2017
Fréttir
Opið fræðslukvöld um líkamsbeitingu hesta og reiðmennsku með Mette Moe Mannseth föstudagskv. 20.jan. í Harðarbóli Mosfellsbæ kl.19.30.

Árni skiptir um lið

10.01.2017
Þriðja liðið sem við kynnum til leiks er lið Top Reiters. Liðið hefur verið sigursælt í Meistaradeildinni en það sigraði liðakeppnina árin 2012, 2013 og 2014 og var einnig kosið skemmtilegasta liðið öll árin.

Á dagskrá hjá HÍDÍ í janúar

09.01.2017
Það er margt á döfinni hjá Hestaíþróttadómarafélagi Íslands núna í janúar og ber þar fyrst að nefna aðalfundinn að kvöldi 10. janúar í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Svo taka við endurmenntunarnámskeið, þrjú talsins.

ÍSÍ úthlutar afreksstyrkjum - 2,2 milljónir til LH

06.01.2017
Fréttir
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti, fimmtudaginn 8. desember 2016, tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun fyrir árið 2017.

Upprifjunarnámskeið GDLH

06.01.2017
Upprifjunarnámskeið GDLH verður haldið laugardaginn 11.mars 2017 í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði klukkan 10:00. Allir gæðingadómarar eru hvattir til þess að mæta þangað.

Opið málþing um stöðu keppnismála - breytt staðsetning

05.01.2017
Fréttir
Opið málþing um stöðu keppnismála fimmtud 5 jan. kl.19.30 í Félagsheimili Fáks. Félag tamningamanna heldur málþing um keppnismál.

Námskeið um vendinám fyrir íþróttaþjálfara

03.01.2017
Ove Österlie, prófessor í íþróttafræðum við norska háskólann NTNU, heldur námskeið um notkun vendináms við íþróttaþjálfun í Reykjavík þann 2. febrúar og á Akureyri 3. febrúar 2016.

Málþing um stöðu keppnismála

02.01.2017
Fréttir
Félag tamningamanna óskar hestamönnum öllum nær og fjær gleðilegs nýs árs. Minnum einnig á málþingið sem mun fjalla um stöðu keppnismála eftir síðasta ár.