Fréttir

Stofnun afrekshóps LH

08.02.2016
Fréttir
Landsambandssamband hestamannafélaga hefur að undanförnu undirbúið stofnun afrekshóps. Að undirbúningnum komu fulltrúar æskulýðs– og menntanefndar LH, formaður landsliðsnefndar og liðstjóri landsliðsins, auk formanns og varaformanns LH.

Ný og breytt kortasjá reiðleiða

08.02.2016
Fréttir
Búið er að uppfæra kortasjá reiðleiða í nýjan gagnagrunn sem er hraðvirkari og einfaldari í notkun.

Ísólfur mætir aftur með Kristófer

05.02.2016
Næsta fimmtudag verður keppt í gæðingafimi í Meistaradeildinni en Ísólfur Líndal Þórisson sigraði gæðingafimina í fyrra á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi.

Lögleg innanhúsmót

02.02.2016
Tilkynning frá Stjórn HÍDÍ um innanhúsmót: Hægt er að halda lögleg innanhúsmót í íþróttakeppni hér á landi. Til þess þarf einfaldlega að fara eftir öllum venjulegum reglum varðandi íþróttakeppni.

Ískaldar töltdívur

02.02.2016
Fréttir
Nú eru tæpar 3 vikur í fyrsta viðburð Landsliðsnefndar til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum.

Gluggar og Gler deildin: 4g

01.02.2016
Takið frá fimmtudaginn 4 febrúar – Furuflísarfjórgangur í Gluggar og Gler deildinni - Nú er loks komið að því að keppni í Gluggar og Gler deildinni 2016 hefjist. Æfingar hafa verið strangar hjá liðunum enda metnaðurinn mikill.

Breytingar í Kortasjá

01.02.2016
Reiðleiðir um Skógarströnd og Snæfellsnes eru nú aðgengilegar í kortasjánni og eru það 490 km til viðbótar við það sem áður var skráð í kortasjána. Í heildina er þá búið að skrá 11.323 km af reiðleiðum í Kortasjána.

Hestadagur Líflands

28.01.2016
Sunnudaginn 7. febrúar býður Lífland til Hestadags í Samskipahöllinni (Sprettshöllin). Allir velkomnir og ókeypis inn! Veglegir happdrættisvinningar í boði. Höllin opnar kl. 12 og verður ýmislegt tengt íslenska hestinum á boðstólum.

Ráslistinn í fjórganginum

28.01.2016
Fréttir
Nú er allt að gerast en fjórgangurinn er á morgun og er ráslistinn tilbúinn. Ólafur Andri Guðmundsson mun ríða á vaðið en hann er á stóðhestinum Straumi frá Feti.