Fréttir: 2009

Tveir Íslendingar í úrslitum í T2

04.08.2009
Fréttir
Jens Einarsson: Tveir keppendur frá Íslandi keppa í úrslitum í slaktaumatölti á HM2009. Rúna Einarsdóttir á Frey frá Nordsternhof er í öðru sæti með 7,80 og Sigurður Sigurðarson á Herði frá Eskiholti er í fjórða sæti með 7,63. Það er hins vegar Daninn Dennis Hedebo Johansen á Alberti frá Strandarhöfði sem trónir á toppnum eftir forkeppnina með 7,97.

Fyrsti keppnisdagurinn

04.08.2009
Fréttir
Í dag hefjast hæfileikadómar kynbótahrossa klukkan 10:00 á 5. vetra hryssum. Því eru það Erlingur Erlingsson og Stakkavík frá Feti sem ríða fyrst í braut fyrir Íslands hönd á þessu móti.

Æft í rigningu

02.08.2009
Fréttir
Íslenska landsliðið átti æfingatíma á keppnisvöllunum í dag og nýttu flestir knaparnir sér þann tíma. Menn riðu ýmist prógramm,  fet nokkra hringi eða teymdu hestana á hjóli eftir skeiðbrautinni. 

Fréttir frá Sviss

01.08.2009
Fréttir
Allir knapar íslenska landsliðsins ásamt hestum eru mættir á mótsstað í Brunnadern. Flestir knaparnir fóru á hrossin sín í fyrsta skipti í dag og eru þeir ánægðir með hvernig hrossin koma undan flutningi.

Skrifstofa LH lokuð

31.07.2009
Fréttir
Skrifstofa LH verður lokuð þriðjudaginn 4. ágúst til og með föstudagsins 7.ágúst vegna sumarleyfa. Kveðja starfsfólk LH

Ævintýraferð á Youth Camp

29.07.2009
Fréttir
Dagana 17. – 24. júlí sl. fóru fimm íslenskir unglingar á Youth Camp sem haldin var á Winterhorse Farm, Eagle USA, hjá þeim sómahjónum Dan og Barbara Riva. Alls voru 31 þátttakandi frá 9 löndum FEIF.

Landsliðshestarnir í loftið

28.07.2009
Fréttir
Seinni partinn í dag mættu landsliðsknaparnir með hesta sína út á Keflavíkurflugvöll til að koma þeim fyrir í gámunum sem fara um borð í flugvélina er flytur þá til Liege í Belgíu.

Viðar og Hreimur á besta tímanum

25.07.2009
Fréttir
Í gærkvöld fór fram 100m skeið á Opna Gæðingamóti Sleipnis. Það var Viðar Ingólfsson á Hreim frá Barkarstöðum sem bar sigur úr býtum. Þeir félagar fóru á tímanum 7,73.

Jón Páll og Losti sigruðu

25.07.2009
Fréttir
Nú í kvöld fóru fram úrslit í tölti á Opna Gæðingamóti Sleipnis. Það var Jón Páll Sveinsson á Losta frá Strandarhjáleigu sem sigraði 1. flokk með einkunnina 8,00. Í unglingaflokki sigraði Kári Steinsson á Tóni frá Melkoti með einkunnina 7,22.