Fréttir: 2009

Sigurður og Hörður efstir í slaktaumatölti

16.07.2009
Fréttir
Í dag var keppt í slaktaumatölti á Íslandsmóti í hestaíþróttum. Það er Sigurður Sigurðarson á Herði frá Eskiholti II sem leiðir keppnina með 7,90 í einkunn.

Snorri og Oddur efstir í fjórgangi

16.07.2009
Fréttir
Fyrsta grein á Íslandsmótinu í hestaíþróttum var fjórgangur. Það er landsliðsknapinn Snorri Dal á Oddi frá Hvolsvelli sem leiðir keppni með einkunnina 7,40.

Bein útsending frá Íslandsmóti fullorðinna

16.07.2009
Fréttir
Íslandsmót fullorðinna 2009 er hafið á Akureyri. Stefnt er að því að færa inn einkunnir eins fljótt og auðið er inn á heimasíðu Léttis www.lettir.is.

Unglingalandsmót UMFÍ og úrtaka fyrir Meistaradeild UMFÍ

16.07.2009
Fréttir
12. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um Verslunarmannahelgina og hefst 31.júlí. Þar verður m.a. keppt í hestaíþróttum og er sú keppni opin öllum krökkum og unglingum á aldrinum 11-18 ára.

Íslandsmót hefst í fyrramálið

15.07.2009
Fréttir
Íslandsmót í hestaíþróttum hefst í fyrramálið klukkan 8:30 með knapafundi. Fyrsta grein mótsins er fjórgangur og hefst keppni þar klukkan 10:00.

Breyting á dagskrá Íslandsmóts

14.07.2009
Fréttir
Vegna fjölda áskoranna höfum við ákveðið að breyta dagsskrá mótsins á þá leið að gæðingaskeið verður fært frá laugardegi yfir á föstudag klukkan 19:00.

Startbásaæfing fyrir Íslandsmót

14.07.2009
Fréttir
Keppendur á Íslandsmóti fullorðinna athugið að hægt verður að prófa startbásana sem notaðir verða í kappreiðunum á miðvikudaginn n.k frá kl 17:00 - 20:00 á Hlíðarholtsvelli.

Lokahóf Íslandsmótsins

14.07.2009
Fréttir
Lokahóf Íslandsmótsins verður í Top Reiter höllinni á Akureyri laugardaginn 18. júlí.

Úrslit frá Landsmóti UMFÍ

13.07.2009
Fréttir
26. Landsmóti UMFÍ fór fram síðustu helgi í blíðskaparveðri á nýjum keppnisvelli Léttis á Akureyri. Leikar fóru svo að lið ÍBA vann liðakeppnina með 99 stigum. Sigurður Sigurðarson í liði HSK var sigursæll og vann gull í fjórgangi, tölti, fljúgandi skeiði og hestadómum ásamt konu sinni, Sigríði Þórðardóttur. Sjá meðfylgjandi úrslit.