Fréttir: 2008

NM2008 Heimir Gunnarsson vinnur tvöfalt

20.08.2008
Fréttir
Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka er Norðurlandameistari í tölti fullorðinna og hefur þar með unnið tvöfalt, bæði tölt og fjórgang.

NM2008 Svíar sérfræðingar í slaktaumatölti

20.08.2008
Fréttir
Svíar eru sérfræðingar í slaktaumatölti, tölti T2. Þeir hrepptu gull í öllum aldursflokkum. Eva-Karin Bengtsson á Kyndli frá Hellulandi sigraði af öryggi í fullorðinsflokki eins og gert var ráð fyrir, hlaut 7,42 en næstu keppendur, Ann Fornstedt á Putta frá Tungu, einnig frá Svíþjóð, og Daninn Fredrik Rydström á Króki frá Efri- Rauðalæk urðu í öðru til þriðja sæti með 6,92.

NM2008 Heimir Gunnarsson og Örin í mark í fjórgangi

20.08.2008
Fréttir
Heimir Gunnarsson er Norðurlandameistari í fjórgangi á Ör frá Prestsbakka. Agnes Helga Helgadóttir, sem keppir fyrir Svíþjóð, varð önnur á Góðdísi frá Toven með 7,13. Þriðja varð Lilian Pedersen, Danmörku, á Þór frá Ketu með 7,10. Það var því mjótt á munum og engin leið að geta sér til um úrslitin fyrirfram, áður en röðin var lesin upp.

NM2008 Þeir síðustu munu verða fyrstir...

20.08.2008
Fréttir
Arnar Bjarki Sigurðsson á Snarpi frá Kjartansstöðum er Norðurlandameistari ungmenna í fimmgangi. Hann var fimmti inn í A úrslit eftir forkeppni. Hann reið forkeppnina fremur varlega og ekki mikill gustur á hestinum.

NM2008 Þrír Danir á verðlaunapalli í fimmgangi fullorðinna

20.08.2008
Fréttir
Rasmus Møller Jensen, Danmörku, á Svip frá Uppsölum er Norðurlandameistari í fimmgangi fullorðinna. Hann kom fyrstur inn í úrslit og vann þau með nokkrum yfirburðum, fékk 7,28 í einkunn.

NM2008 100m skeið, Danir hirða gullið

20.08.2008
Fréttir
Guðmundur Einarsson á Sprota frá Sjávarborg vann ekki 100m fljúgandi skeið eins og flestir bjuggust við. Það var danska stúlkan Tania Höjvang Olsen á Sóloni frá Strö sem skaust fram fyrir keppinauta sína á 7,52 sekúndum.

NM2008 Hulda hélt ekki sætinu í B úrslitum í tölti

20.08.2008
Fréttir
Hulda Gústafsdóttir á Lokk frá Þorláksstöðum náði ekki að halda sæti sínu í B úrslitum í tölti fullorðinna á NM2008 og komast þar með í A úrslit.

NM2008 Hulda hélt ekki sætinu í B úrslitum í tölti

20.08.2008
Fréttir
Hulda Gústafsdóttir á Lokk frá Þorláksstöðum náði ekki að halda sæti sínu í B úrslitum í tölti fullorðinna á NM2008 og komast þar með í A úrslit.

NM2008 Mikið pepp í danska liðinu

20.08.2008
Fréttir
Danir leggja mikið upp úr góðum félagsanda. Þeir fengu því til liðs við sig hátt metinn andlegan „peppara\" (Mental coahc), Rasmus Bagger að nafni, sem meðal annars hefur þjálfað danska íþróttamenn í andlegri hressingu fyrir Ólympíuleika.