Fréttir

Æskulýðsstarf Gusts og Andvara

04.01.2012
Fréttir
Í vetur ætla æskulýðsnefndir Gusts og Andvara að starfa saman, verkefni nefndarinnar eru æskulýðsstarf og námskeiðahald fyrir börn og unglinga.

Guðmar Þór Péturs með sýnikennslu

03.01.2012
Fréttir
Guðmar Þór Pétursson reiðkennari verður með sýnikennslu fimmtudaginn 5. jan í nýja Gusti í reiðhöllinni Hamraenda 16-18 ath enginn aðgangseyrir.

Limsfélagið kynnir...

03.01.2012
Fréttir
Limsfélagið og hrossaræktardeild Fáks hefur vetrarstarfið 2012 af fullum krafti með árlegri hrossakjötsveislu í félgsheimili Fáks Laugardagskvöldið 7 janúar n.k.

Gleðilegt nýtt ár

31.12.2011
Fréttir
Landssamband hestamannafélaga óskar landsmönnum öllum árs og friðar.  Um leið vill LH  hvetja alla  hestamenn um allt land að huga vel að hrossum sínum nú þegar nýtt ár gengur í garð með tilheyrandi ljósagangi og sprengingum. Kveðja Stjórn og starfsfólk LH

Fræðslufyrirlestur Funa 5. janúar

30.12.2011
Fréttir
Fimmtudaginn 5. janúar verður fræðslufyrirlestur í Funaborg með Jóhanni Friðgeirssyni reiðkennara. Jóhann hefur áratuga reynslu af reiðkennslu, ræktun, tamningum og sýningum bæði hér heima og erlendis.

Jarðbönn og harðindi

29.12.2011
Fréttir
Hygla þarf útigangshrossum - Bændur og aðrir umráðamenn útigangshrossa eru beðnir að huga vel að hrossunum nú þegar víða eru jarðbönn.

Fréttir frá Fáki

28.12.2011
Fréttir
Á nýju ári mun lyklakerfi verða tekið í notkun á Reiðhöllinni í Víðidal þannig að þeir sem ætla að nota reiðhöllina í vetur munu þurfa að opna innkomuhurðina með lykli (samskonar "flögu" og hefur hangið við dyrnar).

Og þeir heppnu eru...

23.12.2011
Fréttir
Nú hefur verið dregið í jólaleik Landsmóts en leikurinn hefur verið í gangi síðan í byrjun nóvember.  Allir þeir sem keyptu miða í gegnum miðasöluvef Landsmóts fram til dagsins í dag voru með í pottinum. Glæsilegir vinningar voru í boði og leið okkur sannarlega eins og jólasveinum þegar við tókum til við að draga. Til að gæta fulls hlutleysis, fengum við kollega okkar hjá Handknattleikssambandi Íslands til að draga númer þeirra heppnu uppúr Casco hjálminum! Þetta voru þau Einar Þorvarðarson, Róbert Geir Gíslason og Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir

Yfirlýsing frá stjórn Funa

22.12.2011
Fréttir
Stjórn Funa gerir alvarlega athugasemd við vinnubrögð stjórnar LH við úthlutun landsmótanna 2014 og 2016. Á sama tíma og umsókn hestamannafélagsins Funa um Landsmót 2016 er talin veik þá er ákveðið að mótið skuli haldið á Vindheimamelum þrátt fyrir að formleg umsókn liggi ekki inni frá staðarhöldurum þar.