Fréttir: 2009

Kvennatölt 2009 - Dagskrá og ráslistar

17.04.2009
Fréttir
Hið eina sanna Kvennatölt Gusts fer fram á laugardaginn kemur í reiðhöll Gusts í Glaðheimum í Kópavogi. Þetta er eitt stærsta töltmót ársins þar sem alltaf ríkir gríðargóð stemming og glæsilegir hestar og flottar konur leika listir sínar.

Sautján þreyttu gæðingadómarapróf

16.04.2009
Fréttir
Sautján hestamenn- og konur tóku þátt í nýdómaranámskeiði Gæðingadómarafélags LH, sem haldið var á Hólum í Hjaltadal nýlega. Þar af voru fjórtán nemedur á hestabraut Hólaskóla. Ekki er ennþá búið að reikna endanlega út niðurstöður prófanna, en þær munu liggja fyrir næstu daga.

Stóðhestaveisla Rangárhallarinnar í Ljósmyndasafni

16.04.2009
Fréttir
Stóðhestaveisla Rangárhallarinnar er nú komin í Ljósmyndasafn lhhestar.is. Smelltu á "Ljósmyndasafn" hér til vinstri og þar finnur þú Stóðhestaveislu Rangárhallarinnar, ásamt ljósmyndum frá öðrum viðburðum. Ljósmyndari er Jens Einarsson.

Stóðhestaveisla Meistaradeildar VÍS á Ármóti

15.04.2009
Fréttir
Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, verður keppt í 150m skeiði og gæðingaskeiði í Meistaradeild VÍS. Að þessu sinni fer keppni fram í Ármóti. Samhliða mótinu verður stóðhestakynning.

Einkunnalágmörk fyrir Íslandsmót 2009

15.04.2009
Fréttir
Samkvæmt lögum og reglum LH ber keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir mótið. Tekin var ákvörðun um að setja þau einum heilum  neðar en meistaraflokkslágmörk eru nú og eru lágmörkin  sem hér segir:

Myndir frá Ístölti Æskunnar

14.04.2009
Fréttir
Myndir frá Ístölti Æskunnar í Skautahöllinni eru nú komnar hér á vefinn. Smelltu á "Ljósmyndi" hér til vinstri á síðunni og þar getur þú skoðað ýmsar myndir frá mótum vetrarins.

Fákar & fjör 2009 - gistimöguleikar

14.04.2009
Fréttir
Nú fer senn að líða að stórveislu hestamanna á Akureyri – Fákar & Fjör 2009 – en hún verður þann 18. apríl næstkomandi kl 20,30 í reiðhöll Léttis á Akureyri.  Skipuleggjendur finna fyrir miklum áhuga á sýningunni enda munu flestir af helstu ræktendum og keppendum landsins sýna sig með sinn besta hestakost.

Lokaskráningardagur á Kvennatölt Gusts!

14.04.2009
Fréttir
Skráning á hið sívinsæla Kvennatölt Gusts er á fullu, en skráning fer eingöngu fram á netinu á vef Gusts, www.gustarar.is. Í dag er lokadagur skráningar og verður opið fyrir hana til miðnættis. Með því að smella á hnappinn „Skráning“ í valborðanum efst á heimasíðu Gusts opnast skráningarkerfið og þarf fyrst að slá inn kennitölu til að skráning verði virk. Ganga þarf frá greiðslu með greiðslukorti samhliða skráningunni, að öðrum kosti er hún ekki gild.

Vel heppnuð stóðhestaveisla í Rangárhöll

14.04.2009
Fréttir
Stóðhestaveisla Rangárhallarinnar var haldin síðastliðin laugardag. Óhætt er að segja að sunnlenskum hestamönnum hafi tekist ætlunarverk sitt; að endurvekja stemmningu gömlu góðu Gunnarsholtssýningarnar! Rangárhöllinn var stútfull af áhorfendum. Bílaflotinn á malbikaða bílastæðinu á Gaddstaðaflötum gaf helst til kynna að Landsmót væri hafið. Svo stór var hann.