Fréttir: 2009

Líflandsmót æskulýðsnefndar Fáks

13.04.2009
Fréttir
Líflandsmót æskulýðsnefndar Fáks verður haldið í Reiðhöllinni í Víðidal sunnudaginn 19.apríl. Skráning verður í Reiðhöllinni þriðjudaginn 14.apríl milli kl. 18 og 20. Einnig verður tekið við skráningum á sama tíma í síma 567 0100 og 897 4467. Eftir þennan tíma verður ekki tekið við skráningum.

Þær allra sterkustu á Ístölti æskunnar

10.04.2009
Fréttir
Ístölt æskunnar var haldið í Skautahöllinni í Reykjavík í gærkvöldi. Keppt var í tveimur flokkum, unglingaflokki, 52 skáningar, og ungmennaflokki, 29 skráningar. Sara Sigurbjörnsdóttir varð efst í ungmennaflokki á Jarli frá Syðstu-Fossum, og Arna Ýr Guðnadóttir í unglingaflokki á Þrótti frá Fróni.

Ólafur Andri knapi ársins hjá Gusti

10.04.2009
Fréttir
Ólafur Andri Guðmundsson var útnefndur Knapi ársins 2008 í Gusti á Dymbilvikusýningunni í gærkvöldi. Ólafur Andri er vel að titlinum komin, vaxandi keppnismaður, prúður, fagmannlegur og góð fyrirmynd. Á liðnu ári varð hann m.a. Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum í opnum flokki á Íslandsmóti, keppti fyrir hönd Gusts á LM, vann til verðlauna á ýmsum mótum og sýndi eftirminnilega hryssuna Djörfungu frá Ketilsstöðum í kynbótadómi, en hún varð 2. í flokki fjögurra vetra hryssna á LM 2008 og er ein hæst dæmda 4ra vetra hryssa í heiminum í dag, með 8.68 fyrir hæfileika.

Kvennatölt Gusts, skráning

10.04.2009
Fréttir
Skráning á hið sívinsæla Kvennatölt Gusts er hafin, en skráning fer eingöngu fram á netinu á vef Gusts, www.gustarar.is. Með því að smella á hnappinn „Skráning“ í valborðanum efst opnast skráningarkerfið og þarf fyrst að slá inn kennitölu til að skráning verði virk. Ganga þarf frá greiðslu með greiðslukorti samhliða skráningunni, að öðrum kosti er hún ekki gild. Skráning er opin til miðnættis þriðjudaginn 14. apríl nk.

Ísmót æskunnar - Ráslisti og dagskrá

08.04.2009
Fréttir
Æskulýðsmót á ís verður haldið í Skautahöllinni í Reykjavík á morugn, þann 9. apríl.  Mótið er haldið til styrktar æskulýðsstarfi LH og er fyrsta sinnar tegundar í þessum aldursflokkum. Keppt verður í tveimur flokkum: 14 – 17 ára og 18 – 21 árs og er skráningu lokið.

Páskamót Sleipnis í Ölfushöllinni í kvöld

08.04.2009
Fréttir
Páskamót Sleipnis verður haldið í kvöldí Ölfushöllinni, miðvikudaginn 8. apríl og hefst það klukkan 18.30. Mótið er haldið í samstarfi við Lögmenn Suðurlandi, Baldvin og Þorvald og Toyota Selfossi. Keppt verður í tölti og skeiði. Þess má geta að á meðal keppenda eru gamlar frægar kempur: Skúli Steinsson á Eyrarbakka, Már Ólafsson í Dalbæ og Magnús Halldórsson á Hvolsvelli. Eitthvað sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Skírdagskaffi Sörla á fimmtudaginn

08.04.2009
Fréttir
Hið árlega skírdagskaffi Hestamannafélagsins Sörla er á fimmtudaginn kemur þann 9. apríl að Sörlastöðum. Húsið opnar kl. 14.00 og borð munu svigna undan kræsingum. Aðgangseyrir er kr. 1000,- fyrir fullorðna og kr. 500,- fyrir börn. Sörlafélagar ríða á móti gestum að vanda. Allir eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í góðum  og eftirminnilegan degi fyrir hestamenn! Skemmtinefnd Sörla.

Stóðhestaveisla í Rangárhöllinni – Miðasala hafin

06.04.2009
Fréttir
Það verður sannkölluð stóðhestaveisla í Rangárhöllinni laugardaginn 11. apríl kl. 14:00. Þá verða kynntir stóðhestar sem verða til notkunar á Suðurlandi sumarið 2009. Miðasala er hafin í versluninni Ástund Austurveri, í Rangárhöllinni, og hjá Guðmundi í s. 487-5428. Miðinn kostar kr. 2000 í forsölu en kr. 2500 við innganginn. Aðeins 450 miðar eru í boði.

Myndir frá Ístölti-Þeir allra sterkustu 2009

06.04.2009
Fréttir
Myndir frá Ístölti-Þeir allra sterkustu 2009 eru nú komnar hér inn á vefinn. Smelltu á "Ljósmyndir" hér til vinstri og þá finnur þú myndasafnið. Góða skemmtun!