Fréttir

61. landsþingi slitið og ný stjórn mynduð

13.10.2018
Fréttir
Landsþingi LH er lokið í Giljaskóla á Akureyri. Þingsstör gengu vel fyrir sig í dag og í lok fundar voru kosningar. Lárus Ástmar Hannesson var endurkjörinn formaður sambandsins og mikið af nýju fólki kom inn í bæði aðal- og varastjórn.

Þingslitafagnaður í Skeifunni

13.10.2018
Fréttir
Í kvöld blása Léttismenn til þingslitafagnaðar í Skeifunni, veislusal félagsins í reiðhöllinni. Húsið opnar kl. 19:30 og á boðstólum verður dýrindis matur frá Bautanum, skemmtiatriði og húllumhæ. Sjáumst í kvöld!

Landsþing hafið á Akureyri

12.10.2018
Fréttir
61. landsþing LH er hafið hér í Giljaskóla á Akureyri. Gríðarlega vel er tekið á móti þingfulltrúunum sem koma alls staðar að af landinu. Mjög góð mæting er á þingið eða alls 172 fulltrúar af 181 sem rétt hafa til að sækja þingið.

Aðalfundur GDLH

04.10.2018
Aðalfundur GDLH verður haldinn fimmtudaginn 18. október klukkan 18:00 í húsakynnum ÍSÍ. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Framboð til stjórnar LH

02.10.2018
Framboðsfresti til sambandsstjórnar LH lauk föstudaginn 28. september s.l. og nú birtir kjörnefnd lista yfir frambjóðendur til formanns, aðalstjórnar og varastjórnar.

Herrakvöld Fáks 6. október

01.10.2018
Laugardaginn 6. október verður haldið stórglæsilegt Herrakvöld í félagsheimili Fáks. Kvöldið hefst á fordrykk kl. 19.00. Glæsilegt villibráðarhlaðborð verður framreitt, veislustjóri verður Sigurður Svavarsson og Andri Ívarsson verður með uppistand.

Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna

29.09.2018
Fréttir
Miðasala á Uppskeruhátíð hestamanna verður 3. október og 10. október milli 16:00 og 19:00 á skrifstofu LH Íþróttamiðstöðinni Laugardal Engjavegi 6. Miðasala er einnig á netfanginu uppskera2018@gmail.com.

Lokað fyrir hádegi 27. september

27.09.2018
Fréttir
Vegna námskeiðs starfsmanna skrifstofu verður lokað fram að hádegi í dag 27. september. Opnum aftur kl. 13. Vonum að þetta valdi engum óþægindum kæru félagar.

Afrekshópur LH

24.09.2018
Fréttir
Afrekshópur LH hefur verið starfræktur í þrjú ár og hefur verið að þróast og styrkjast. Liðstjóri hópsins er Arnar Bjarki Sigurðarson en hópurinn samastendur af 16 ungmennum á aldrinum 16-21 árs.