Fréttir: Janúar 2009

Maríanna í stjórn Meistara- deildar VÍS

15.01.2009
Fréttir
Maríanna Gunnarsdóttir, gjaldkeri LH, hefur tekið sæti í stjórn Meistaradeildar VÍS. Maríanna er öflugur félagsmálamaður og eftirsótt sem slík. Hún hefur meðal annars unnið ötullega í félagsmálum í Fáki.

Húnvetnska liðakeppnin

15.01.2009
Fréttir
Stefnt er að því að halda fyrsta mótið í Hvammstangahöllinni 13. febrúar nk. Mótið er LIÐAKEPPNI og verður þetta heil mótaröð þar sem safnað verður stigum á hverju móti fyrir sig og í lok mótaraðarinnar stendur uppi eitt sigurlið. Á fyrsta mótinu verður keppt í tölti, í 1. flokki, 2. flokki og flokki 16 ára og yngri.

Arndís tekur sæti í stjórn GDLH

14.01.2009
Fréttir
Arndís Björk Brynjólfsdóttir hefur tekið sæti í aðalstjórn Gæðingadómarafélags LH, en hún var í varastjórn. Tók hún sæti Guðmundar Hinrikssonar, sem sagði sig úr stjórninni fyrir skömmu.

Leit hafin að gæðinga- dómurum

14.01.2009
Fréttir
Dómarfélag LH leitar nú að dómaraefnum á Norðaustur- og Austurlandi. Mjög fáir starfandi gæðingadómarar eru á þessum svæðum, tveir á Akureyri, einn á Húsavík, og þrír á Hornafirði.

Gæðinga- dómarar fá heimaverkefni

14.01.2009
Fréttir
Gæðingadómarar munu fá heimaverkefni fyrir næstu upprifjunarnámskeið, sem haldin verða í mars og apríl. Útbúinn hefur verið DVD diskur með upptökum af nokkrum gæðingum frá LM2008.

Bragi frá Kópavogi skiptir um eigendur og knapa

13.01.2009
Fréttir
Tryggvi Björnsson og Magnús Jósefsson í Steinnesi hafa keypt stóðhestinn Braga frá Kópavogi. Seljandi er Jónas Hallgrímsson á Seyðisfirði. Tryggvi hyggst beita Braga á keppnisvellinum á komandi keppnistímabili.

Vetrarmótin hefjast senn

13.01.2009
Fréttir
Vetrarmót af ýmsu tagi eru orðin mikil að umfangi. Meistaradeildarmót norðan og sunnan heiða eru hvað viðamest. Hefðbundin ísmót eru á sínum stað, bæði innan dyra og utan. Einnig reiðhallarsýningar af ýmsu tagi. LH stendur fyrir tveimur ísmótum.

Sameinging landbúnaðar- háskólanna ekki verið rædd

13.01.2009
Fréttir
„Sameining landbúnaðar- háskólanna hefur ekki verið rædd sérstaklega, alla vega ekki svo ég viti,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Menntamálaráðherra segir að verið sé að fara yfir leiðir til að styrkja rekstur skólanna.

Heilbrigði íslenska hestsins

13.01.2009
Fréttir
Matvælastofnun heldur fræðslufund um heilbrigði íslenska hestsins þriðjudaginn 27. janúar 2009 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verða teknir fyrir þættir sem ógnað geta heilbrigði og velferð hrossastofnsins og fjallað um viðbrögð við hugsanlegri vá. Þá verða nýleg dæmi um salmonellusýkingu og brot á dýraverndarlögum til umfjöllunar.