Fréttir: Október 2024

Nýr A landsliðshópur kynntur

30.10.2024
Landsliðisþjálfari A Landsliðsins, Sigurbjörn Bárðarson hefur lokið við að velja knapa í landsliðshóp. Framundan er stórt verkefni, HM í Sviss í ágúst. Í hópnum eru 5 ríkjandi heimsmeistarar en alls telur hópurinn 20 knapa sem hafa bæði árangurinn og hest sem stendur til boða í verkefnið. Guðmunda Ellen er eini nýji knapinn í hópnum en hún er ríkjandi Íslandsmeistari í fjórgangi. Þann 30. nóvember næstkomandi munu knapar úr landsliðshópnum vera með kennslusýningar og verður ákaflega spennandi að sjá hópinn koma saman og setja tóninni fyrir komandi tímabil.

Linda Björk Gunnlaugsdóttir er nýr formaður LH

26.10.2024
Þá er 64. Landsþingi Landssambands hestamannafélaga lokið. Fyrir þinginu lágu 40 mál. Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson. Þingið fór afskaplega vel fram og á Borgfirðingur hrós skilið fyrir skipulagningu og umgjörð. Á þinginu var kosið til formanns og var það Linda Björk Gunnlaugsdóttir sem var rétt kjörinn formaður og er hún fyrsta konan til að gegna því embætti.  Í Aðalstjórn eru Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Ólafur Þórisson, Sveinn Heiðar Jóhannesson, Unnur Rún Sigurpálsdóttir og Sóley Margeirsdóttir. Í varastjórn eru: Hilmar Guðmannsson, Jón Þorberg Steindórsson, Reynir Atli Jónsson, Ragnhildur Gísladóttir og Sigurbjörn Eiríksson. Við þökkum öllum þinggestum og starfsmönnum þingsins fyrir vel unnin störf og hlökkum til þingsins á Akureyri árið 2026.

Átta hlutu Gullmerki LH

25.10.2024
Á landsþingi voru 8 einstaklingum veitt Gullmerki LH. Það voru þau: Halldór Sigurðsson, Gunnar Örn Guðmundsson, Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, Jónína Stefánsdóttir, Guðmundur Sveinsson, Helga Claessen, Pálmi Guðmundsson og Sigurður Ævarsson.  Allir þessir félagar hafa unnið ötullega að framgangi hestamennskunnar á Íslandi hvert á sinn hátt og eru mikilvægir félagsmenn í sínum félögum sem og landssambandinu okkar. Hestamenn þakka þessu fólki fyrir sitt óeigingjarna starf og óska þeim til hamingju með gullmerki sitt.  Hér að neðan má kynna sér þessa einstaklinga betur. 

Sprettur hlýtur æskulýðsbikarinn!

25.10.2024
Hinn eftirsótti Æskulýðsbikar Landssambands hestamannafélaga (LH) er afhentur því félagi sem skarað hefur þótt fram úr í æskulýðsstarfi á árinu og hefur verið afhentur frá árinu 1996. Valið byggir á ársskýrslum æskulýðsnefnda félaganna, sem sendar eru inn til æskulýðsnefndar LH á haustin og hefur nefndin það verkefni að velja handhafa bikarsins og byggist valið á innsendum skýrslum. Þetta er ein sú æðsta viðurkenning sem hægt er að hlotnast fyrir æskulýðsstarf félaganna og metnaðarfullt æskulýðsstarf skiptir gríðarlegu máli fyrir framtíð greinarinnar því þaðan kemur framtíðar grasrót félaganna. Æskulýðsstarfið er lang mikilvægasta starf hvers félags.

Landsþing Landssambands hestamanna er hafið

25.10.2024
Í dag er sett 64. landsþing Landssambands hestamannafélaga. Þingið fer fram í Borgarnesi dagana 25. og 26. október 2024. Þingð hófst á samsöng þinggesta og er hægt að sjá þau tilþrif á samfélagsmiðlinum Instagram.  Hér er hægt að nálgast öll þinggöng   Dagskrá Föstudagur 25. október

Dagskrá og kynningar á frambjóðendum

24.10.2024
Nú styttist í Landsþing LH sem mun fara fram í Borgarnesi um næstu helgi. Tveir einstaklingar sækjast eftir embætti formanns en það eru þau Guðni Halldórsson, Hestamannafélaginu Herði og Linda Björk Gunnlaugsdóttir, Hestamannafélaginu Spretti Með því að smella á nöfn viðkomandi frambjóðenda má kynna sér þá betur. Nokkir frambjóðendur hafa ekki enn haft tök á að skila inn kynningu en þær verða birtar um leið og þær berast.

Samningar um Landsmót 2028 og 2030 undirritaðir

23.10.2024
Stjórn LM ehf. hefur gengið frá samningi við mótshaldara landsmóta 2028 og 2030 um mótahaldið.
U21 Landsliðshópurinn, á myndina vantar Fanndísi Helgadóttur

Fyrsta úrtak U21 árs landsliðshópsins

23.10.2024
Á næsta ári er stóra verkefni landsliðsins HM íslenska hestsins í Sviss.  Þangað ætlum við með okkar allra sterkustu keppnispör frá Íslandi. Einungis sjö ungmenni verða valin til keppni og hafa tvö af þeim nú þegar unnið sér inn keppnisrétt eftir góðan árangur á síðasta Heimsmeistaramóti. Með þetta stóra verkefni í huga mun áhersla landsliðsþjálfara á árinu 2025 vera sú að einungis sterkustu pörin (knapi og hestur) sem bjóðast hverju sinni verði í landsliðshópnum. Einnig skal landsliðsþjálfari hafa í huga góða breidd innan hópsins til að geta sent sterk pör til leiks í allar greinar. Að þessu sinni voru valin 14 pör (knapi og hestur) sem þykja skara fram úr að mati landsliðsþjálfara og bjóðast í verkefnið. Rétt er að taka fram að knapar sem ekki eru valdir að þessu sinni eiga jafn mikinn möguleika og allir aðrir til að sanna sig á undirbúningstímabili sem og á komandi keppnistímabili til að ávinna sér sæti í landsliðshópnum og fara alla leið. Landsliðsþjálfari mun fylgjast grannt með stöðu mála og ekki hika við að bæta knöpum í hópinn.

Hæfileikamótun heimsótti Hóla

22.10.2024
Um liðna helgi fóru helmingur þátttakenda í Hæfileikamótun að Hólum, hinn hluti hópsins mun einnig fara norður, en vegna fjölda þátttakenda þarf að hafa hópinn tvískipta . Ferðin markar upphaf vetrarstarfsins og nýtist vel til að hrista hópinn saman. Sigvaldi Lárus Guðmundsson yfirþjálfari Hæfileikamótunar. Á Hólum var að vanda vel tekið á móti krökkunum og hófst formleg dagskrá á laugardagsmorgni en þá tók Atli Guðmundsson á móti hópnum en hann ásamt Caro Böse og Sigvalda sáu um kennsluna.