Fréttir: Desember 2024

Streymi frá menntahelginni verður opið til 13. des

03.12.2024
Þá er frábæri menntahelgi Landsliðanna og Hæfileikamótunar lokið. Viðburðurinn tókst að öllu leyti ákaflega vel en hann hófst með skemmtilegri Hestaspurningakeppni á föstudagskvöldi, síðan tóku við ákaflega fróðlegar kennslusýningar A landsliðsknapa á laugardag og svo á sunnudag voru stórglæsilegar og ekki síður fræðandi sýningar hæfileikamótunar og U21.

Hestamaðurinn Ólöf Bjarki Antons tilnefnt sem framúrskarandi ungur Íslendingur

03.12.2024
Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem eru að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni á sínu sviði og hafa verðlaunin verið haldin óslitið síðan árið 2002. Tilnefningar til framúrskarandi ungra Íslendinga voru mun fleiri en þær hafa verið undanfarið og hlutum við í kringum 200 tilnefningar. Það var vandasamt og erfitt verkefni að vinna úr. Það er því ljóst að við erum rík af ungu fólki sem er að gera vel á sínu sviði.

Sigurlína Erla er LH félagi ársins

30.11.2024
Félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.

Dagskrá

28.11.2024
Nú er alveg að koma að þessu, Leiðin að gullinu er handan við hornið! Viðburður sem engin hestamaður ætti að láta framhjá sér fara.

„Hvetjum alla til að koma og hafa gaman saman“

27.11.2024
Viðtal við Kristinn Skúlason formann landsliðsnefndar LH í tilefni að menntahelgi landsliðanna um helgina. Um helgina verður menntahelgi í reiðhöllinni í Víðidal. Á laugardeginum munu A-landsliðsknaparnir vera með kennslusýningar og á sunnudeginum verða tvær sýningar þar sem annars vegar munu koma fram knapar í U21 landsliðinu og hins vegar knapar í hæfileikamótun LH. „Það er spennandi vika framundan og undirbúningur í fullum gangi. Á laugardaginn er kennslusýning A landsliðsins sem sett hefur verið saman af Sigurbirni Bárðasyni,

Taktu þátt í að tilnefna Íþróttaeldhuga ársins

27.11.2024
Til stendur að heiðra einstakling sem verið hefur eldhugi, samhliða vali á íþróttamanni ársins. Nefnast verðlaunin Íþróttaeldhugi ársins. Tilgangurinn er að vekja athygli á þeim einstaklingum sem gefið hafa tíma sinn til að efla íþróttastarfið og halda því gangandi. Leitað er eftir framúrskarandi sjálfboðaliðum sem hafa í gegnum árin nýtt eigin hæfileika, frítíma og sérþekkingu til að efla íþróttastarf, t.d. með því að vinna að framkvæmd móta/leikja, safna fjármunum, bæta aðstöðu, sitja í stjórnum eða auka þátttöku hvar á landinu sem er.

Frítt inn á Hesta Quiz fyrir gesti menntahelgarinnar

26.11.2024
Föstudagskvöldið 29. nóvember kl 20 mun fara fram Hestaspurningakeppni í reiðhöllinni í Víðidal og verður þetta skemmtilegur upptaktur fyrir menntahelgina, þar sem áhugasömum gefst tækifæri á að reyna þekkingu sína og minni þegar kemur að ýmsum staðreyndum um íslenska hestinn, knapa, keppnir og kynbætur. Spurningarnar eru skemmtilegar og mis auðveldar viðfangs en allar ýta þær undir líflegar umræður og fá okkur til að staldra við og hugsa til baka. Viðburðurinn er styrktarviðburður fyrir landslið Íslands í hestaíþróttum og kostar því 1500kr inn, þeir sem eiga miða á Leiðina að gullinu fá frítt inn.  Ekki láta þessa skemmtilegu kvöldstund framhjá þér fara.

Leiðin að gullinu verður í streymi

25.11.2024
Nú styttist í menntahelgi Landsliðsins, U21 og Hæfileikamótunar.  Þar sem okkar glæsilegustu knapar gefa innsýn inn í það mikla afrekasstarf sem unnið er innan LH. Á laugardeginum verða sjö A landsliðknapar með sýnikennslur og á sunnudeginum mun hluti þátttakenda úr Hæfileikamótun koma fram með hestana sína og gefa áhorfendum tækifæri til að sjá hvernig vinnuhelgar Hæfileikamótunar fara fram. Í Hæfileikamótun er lögð er áhersla á að höfða til metnaðarfullra afreksknapa á aldrinum 14- 17 ára sem m.a. stefna á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni. 

Sýning Hæfileikamótunar og U21 Landsliðsins

19.11.2024
Helgina 30. nóv - 1. des verður menntahelgi landsliðanna og hæfileikamótunar. Laugardagurinn verður helgaður kennslusýningum A landsliðsins en á sunnudeginum munu gestir fá innsýn inn í það öfluga afreksstarf sem unnið er innan LH. Sýningin hefst kl 13 en þá mun hluti þátttakenda úr Hæfileikamótun koma fram með hestana sína og gefa áhorfendum tækifæri til að sjá hvernig vinnuhelgar Hæfileikamótunar fara fram. Þar verður meðal annars fjallað um vinnu við hendi og sætisæfingar sem og hvernig blanda má fimiæfingum inn í þjálfun gangtegunda til að bæta jafnvægið. Þá fá gestir einnig að kynnast því hvernig grunnurinn er lagður að skeiðinu, skeiðuppbyggingu og gangtegundaþjálfun. Í Hæfileikamótun er lögð er áhersla á að höfða til metnaðarfullra afreksknapa á aldrinum 14- 17 ára sem m.a. stefna á að keppa fyrir Íslands hönd í framtíðinni. Sigvaldi Lárus Guðmundsson mun stýra dagskránni en hann er yfirþjálfari Hæfileikamótunar.