Fréttir: Ágúst 2008

NM2008 Mikið pepp í danska liðinu

20.08.2008
Fréttir
Danir leggja mikið upp úr góðum félagsanda. Þeir fengu því til liðs við sig hátt metinn andlegan „peppara\" (Mental coahc), Rasmus Bagger að nafni, sem meðal annars hefur þjálfað danska íþróttamenn í andlegri hressingu fyrir Ólympíuleika.

NM2008 Gabi Holgeman í A úrslit í fjórgangi fullorðinna

20.08.2008
Fréttir
Gabi Holgeman á Takti frå Örvik keppir í A úrslitum í fjórgangi fullorðinna á NM2008 í Seljord. Keppni í B úrslitunum var jöfn og spennandi og litlu munaði að Laura Midtgård á Herkules fra Pegasus velti Gabi úr sessi í fyrsta sætinu.

NM2008 Edda Hrund í A úrslit í fjórgangi ungmenna

20.08.2008
Fréttir
Edda Hrund Hinriksdóttir var efst inn í B úrslit í fjórgangi ungmenna og hélt því sæti í úrslitunum. Mjótt var á munum milli þriggja efstu keppendanna.

NM2008 Eyjó kláraði sig af B úrslitum í fimmgangi

20.08.2008
Fréttir
Íslenskir keppendur voru seigir í B úrslitum í morgun. Eyjólfur Þorsteinsson kláraði sig af fimmganginum með nokkrum yfirburðum. Þó voru skeiðsprettirnir ekki auðveldir fremur en í forkeppninni.

NM2008 Loksins niðurstaða í 250 m skeiði

20.08.2008
Fréttir
Rafrænn tímatökubúnaður á NM2008 hefur ekki virkað sem skyldi. Það er ekki nýtt á Norðurlanda- og heimsmeistaramótum. Endurteknar bilanir í búnaðinum hafa sett strik í reikninginn. Ýmist er stuðst við rafræna klukku eða uppreiknaða handklukku.

Guðmundur Einarsson Norðurlandameistari í 250 m skeiði

20.08.2008
Fréttir
Guðmundur Einarsson á Sprota frá Sjávarborg er Norðurlandameistari í 250 m skeiði á NM2008. Sproti hljóp á 22,05 sekúndum í þriðja spretti, átti 22,15 frá því í gær.

NM2008 Fjórgangur ungmenna, forkeppni

20.08.2008
Fréttir
Tina Kalmo Pedersen á Hrefnu frá Ebru er efst í fjórgangi ungmenna á NM2008 eftir forkeppni. Hún keppir fyrir Noreg. Tina var síðasti keppandi inn á völlinn. Það var þó ekki það sem réði úrslitum. Hrefna er afar góð á grunngangtegundunum og Tina er góður reiðmaður, þótt hún sé ung að árum.

NM2008 Íslendingar ekki á blaði í fimmgangi fullorðinna

08.08.2008
Fréttir
Íslendingar hafa ekki roð af frændum sínum í fimmgangi á NM2008 í Seljord. Keppendur í A úrslitum eru skör hærri en kollegar þeirra á nýafstöðnu Íslandsmóti, bæði hvað varðar hestakost og reiðmennsku.

NM2008 Fimmgangur unglinga og ungmenna, forkeppni

08.08.2008
Fréttir
Þrír íslenskir keppendur eru í A úrslitum í fimmgangi unglinga og ungmenna á NM2008. Teitur Árnason á Hraunari frá Kirkjuferjuhjáleigu er efstur með 6,27. Teitur er einn af efnilegri ungu knöpunum.