Fréttir: Ágúst 2008

NM2008 Hekla Katarína vann á seiglunni

20.08.2008
Fréttir
Hekla Katarína Kristinsdóttir bæði grét og hló eftir frækilegan sigur í tölti ungmenna. Hún þurfti að heyja bráðabana við norsku stúlkuna Tinu Kalmo Pedersen á Hrefnu frá Ebru, sem er glæsileg klárhryssa undan Trú frá Wetsinghe, Týssyni frá Rappenhof.

NM2008 Heimir Gunnarsson vinnur tvöfalt

20.08.2008
Fréttir
Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka er Norðurlandameistari í tölti fullorðinna og hefur þar með unnið tvöfalt, bæði tölt og fjórgang.

NM2008 Svíar sérfræðingar í slaktaumatölti

20.08.2008
Fréttir
Svíar eru sérfræðingar í slaktaumatölti, tölti T2. Þeir hrepptu gull í öllum aldursflokkum. Eva-Karin Bengtsson á Kyndli frá Hellulandi sigraði af öryggi í fullorðinsflokki eins og gert var ráð fyrir, hlaut 7,42 en næstu keppendur, Ann Fornstedt á Putta frá Tungu, einnig frá Svíþjóð, og Daninn Fredrik Rydström á Króki frá Efri- Rauðalæk urðu í öðru til þriðja sæti með 6,92.

NM2008 Heimir Gunnarsson og Örin í mark í fjórgangi

20.08.2008
Fréttir
Heimir Gunnarsson er Norðurlandameistari í fjórgangi á Ör frá Prestsbakka. Agnes Helga Helgadóttir, sem keppir fyrir Svíþjóð, varð önnur á Góðdísi frá Toven með 7,13. Þriðja varð Lilian Pedersen, Danmörku, á Þór frá Ketu með 7,10. Það var því mjótt á munum og engin leið að geta sér til um úrslitin fyrirfram, áður en röðin var lesin upp.

NM2008 Þeir síðustu munu verða fyrstir...

20.08.2008
Fréttir
Arnar Bjarki Sigurðsson á Snarpi frá Kjartansstöðum er Norðurlandameistari ungmenna í fimmgangi. Hann var fimmti inn í A úrslit eftir forkeppni. Hann reið forkeppnina fremur varlega og ekki mikill gustur á hestinum.

NM2008 Þrír Danir á verðlaunapalli í fimmgangi fullorðinna

20.08.2008
Fréttir
Rasmus Møller Jensen, Danmörku, á Svip frá Uppsölum er Norðurlandameistari í fimmgangi fullorðinna. Hann kom fyrstur inn í úrslit og vann þau með nokkrum yfirburðum, fékk 7,28 í einkunn.

NM2008 100m skeið, Danir hirða gullið

20.08.2008
Fréttir
Guðmundur Einarsson á Sprota frá Sjávarborg vann ekki 100m fljúgandi skeið eins og flestir bjuggust við. Það var danska stúlkan Tania Höjvang Olsen á Sóloni frá Strö sem skaust fram fyrir keppinauta sína á 7,52 sekúndum.

NM2008 Hulda hélt ekki sætinu í B úrslitum í tölti

20.08.2008
Fréttir
Hulda Gústafsdóttir á Lokk frá Þorláksstöðum náði ekki að halda sæti sínu í B úrslitum í tölti fullorðinna á NM2008 og komast þar með í A úrslit.

NM2008 Hulda hélt ekki sætinu í B úrslitum í tölti

20.08.2008
Fréttir
Hulda Gústafsdóttir á Lokk frá Þorláksstöðum náði ekki að halda sæti sínu í B úrslitum í tölti fullorðinna á NM2008 og komast þar með í A úrslit.